Sjávarútvegsráðuneyti

807/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830, 28. nóvember 2002, um síldveiðar með vörpu. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo: Þrátt fyrir 2. málslið 2. gr. er heimilt að stunda síldveiðar með vörpu á eftirgreindum svæðum:

1. Utan 12 sjómílna frá viðmiðunarlínu á svæði fyrir Vestfjörðum, sem að sunnan markast af línu, sem dregin er réttvísandi vestur frá Blakknesi og að norðan af línu, sem dregin er réttvísandi í norðvestur frá Straumnesvita.
2. Á svæði austnorðaustur af Héraðsflóa, sbr. reglugerð nr. 724, 24. október 2002, um bann við veiðum með fiskbotnvörpu austnorðaustur af Héraðsflóa án smáfiskaskilju.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 713, 6. október 2003 um breytingu á reglugerð nr. 830, 28. nóvember 2002, um síldveiðar með vörpu.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 30. október 2003.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica