Sjávarútvegsráðuneyti

691/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 774, 8. nóvember 2002, um bann við síldveiðum við Suðausturland. - Brottfallin

691/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 774, 8. nóvember 2002,
um bann við síldveiðum við Suðausturland.

1. gr.

Við 1. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo: Þrátt fyrir 1. mgr. er heimilt frá og með 16. september 2003, að stunda síldveiðar á svæði er markast af línu sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

1. 64° 33´N - 12° 28´V
2. 64° 18´N - 12° 28´V
3. 64° 11´N - 13° 28´V
4. 64° 24´N - 14° 32´V
5. 64° 33´N - 14° 25´V


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 9. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 16. september 2003.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Guðríður M. Kristjánsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica