Sjávarútvegsráðuneyti

149/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 129, 12. febrúar 2002, um hrognkelsaveiðar. - Brottfallin

149/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 129, 12. febrúar 2002, um hrognkelsaveiðar.

1. gr.

Við 7. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Sé notuð 120 faðma ófelld slanga er heimilt að vera með helmingi færri net í sjó.


2. gr.

Við 9. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Skylt er að númera netatrossur sem hver bátur á í sjó frá einum til þess fjölda trossa, sem hann á í sjó. Númer netatrossu skal skráð skýrum tölustöfum á baujuflagg eða belg á báðum endum trossu.


3. gr.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 24. febrúar 2003.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica