Sjávarútvegsráðuneyti

138/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 365, 15. maí 2002, um þorskfisknet. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við 2. gr. bætast tveir málsliðir er orðist svo: Frá og með 1. apríl 2003 er óheimilt að nota til veiða þorskfisknet með stærri möskva en 9 þumlungar (228,6 mm). Eftir 1. janúar 2004 er óheimilt að nota til veiða þorskfisknet með stærri möskva en 7 1/2 þumlungur (190,5 mm).


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 4. mars 2003.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica