Sjávarútvegsráðuneyti

102/2003

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 36, 15. janúar 2003, um veiðar á samningssvæði Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar, NAFO, 2003. - Brottfallin

102/2003

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 36, 15. janúar 2003, um veiðar á samningssvæði
Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðistofnunarinnar, NAFO, 2003.

1. gr.

17. gr. orðist svo:
Á árinu 2003 er íslenskum skipum sem fá veiðileyfi á deilisvæði 3L, sbr. 16. gr., heimilt að veiða 144 lestir af rækju á því hafsvæði. Fiskistofa skal úthluta aflamarki vegna ársins 2003 milli skipa í samræmi við aflahlutdeild þeirra í rækju á Flæmingjagrunni.

Þegar rækja veidd á deilisvæði 3L er reiknuð til þorskígilda skal miðað við verðmætastuðulinn 0,97.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands til þess að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 29. janúar 2003.

F. h. r.
Þorsteinn Geirsson.
Þórir Skarphéðinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica