Sjávarútvegsráðuneyti

369/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 332, 2. maí 2002, um stjórn veiða íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2002. - Brottfallin

1. gr.

2. málsliður 2. mgr. 3. gr. orðist svo: Aðeins er heimilt að veiða norðan 62°N og utan 12 sjómílna frá grunnlínum við Noreg.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu,21. maí 2002.

F. h. r.
Jón B. Jónasson.
Kristinn Hugason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica