Sjávarútvegsráðuneyti

65/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 522, 18. ágúst 1998, um vigtun sjávarafla. - Brottfallin

065/2002

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 522, 18. ágúst 1998, um vigtun sjávarafla.

1. gr.

Við 34. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein er orðist svo:
Teljist afli utan aflamarks samkvæmt ákvæði til bráðabirgða b. (II.) í 7. gr. laga nr. 129/2001, skal honum haldið aðgreindum frá öðrum afla og hann veginn sérstaklega. Löggiltur vigtarmaður staðfesti á vigtarnótu hversu mikill afli þessi er í hverri veiðiferð. Skylt er að landa slíkum afla innanlands á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafla og skal hann boðinn þar upp. Löggiltur vigtarmaður á uppboðsmarkaði skal fylla út og undirrita vigtarnótu þar sem fram komi upplýsingar sem við eiga og tilgreindar eru í 5. og 11. gr. reglugerðar þessarar. Að sölu lokinni skulu forráðamenn uppboðsmarkaðar standa skil á þeim hluta andvirðis, sem rennur til Hafrannsóknastofnunarinnar, í samræmi við ákvæði laganna þar um.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 129, 20. desember 2001, um breytingu á lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og komi til framkvæmda 1. febrúar 2002.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 23. janúar 2002.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica