Sjávarútvegsráðuneyti

1/2002

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 631, 16. ágúst 2001, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2001/2002. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. mgr. 5. gr. bætast orðin: og breytinga, sem leiða af 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða a. í 7. gr. laga nr. 129, 20. desember 2001.


2. gr.

Við 3. mgr. 5. gr. bætast tveir nýir töluliðir er orðist svo:

5. Aflaheimildir, sem úthlutað er samkvæmt 4. gr. laga nr. 129, 20. desember 2001.
6. Aflaheimildir, sem úthlutað er samkvæmt 3. mgr. ákvæðis til bráðbirgða a. í 7. gr. laga nr. 129, 20. desember 2001.

3. gr.

Við 1. málslið 7. mgr. 10. gr. bætist: þó skal einungis heimilt að flytja 30% krókaaflamarks.


4. gr.

Í stað: "febrúar 2002" í 3. mgr. ákvæðis til bráðabirgða, sbr. reglugerð nr. 895, 28. nóvember 2001, komi: 1. mars 2002.


5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga 38. 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, sbr. lög nr. 129, 20. desember 2001, til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. janúar 2002.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica