Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegsráðuneyti

971/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 631, 16. ágúst 2001, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2001/2002. - Brottfallin

1. gr.

Á 2. gr. reglugerðarinnar verða eftirfarandi breytingar:

A. 2. töluliður. Í stað: "30.000" komi: 38.000. Í stað: "29.495" komi: 37.495.
B. 3. töluliður. Í stað: "30.000" komi: 36.400. Í stað: "29.495" komi: 35.895.
C. 9. töluliður. Í stað: "4.000" komi: 5.000.


2. gr.

Á 6. gr. verða eftirfarandi breytingar:

A. Í stað: "þorski, ýsu, ufsa og steinbít" í 1. mgr. komi: þorski, ýsu, ufsa, steinbít, löngu, keilu og karfa.
B. Við 6. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo: Veiði bátur aðrar tegundir en hann hefur krókaaflamark í, skal skerða krókaaflamark hans í öðrum tegundum samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laga nr. 38/1990. Hverjum báti skal þó heimilt, án þess að til skerðingar komi, að veiða allt að 2% af heildarafla sínum í kvótabundnum botnfisktegundum, öðrum en þeim sem tilgreindar eru í 1. mgr., þó þannig að afli í einni tegund fari aldrei yfir 1% af heildarafla bátsins.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 24. desember 2001.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica