Sjávarútvegsráðuneyti

413/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 308, 5. apríl 2001, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum árið 2001. - Brottfallin

1. gr.

3. mgr. 9. gr. orðist svo: Ef síld er landað flakaðri skal við útreikning til aflahámarks miða við 50% nýtingu. Um vigtun á síld gilda að öðru leyti ákvæði reglugerðar nr. 522/1998, um vigtun sjávarafla.


2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 11. maí 1998, um stjórn veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum og laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða og öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 1. júní 2001.

Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica