Sjávarútvegsráðuneyti

854/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 496, 7. júlí 2000, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2000/2001. - Brottfallin

1. gr.

1. ml. 11. gr. orðist svo:
Þorskígildisstuðlar fyrir fiskveiðiárið 1. september 2000 til 31. ágúst 2001 eru þessir: þorskur 1,00, ýsa 1,15, ufsi 0,50, karfi 0,55, steinbítur 0,65, grálúða 1,65, skarkoli 1,25, langlúra 0,70, þykkvalúra 1,20, skrápflúra 0,50, sandkoli 0,50, loðna 0,03, síld 0,06, norsk-íslensk síld 0,04, humar (slitinn) 6,85, rækja 0,90, hörpudiskur 0,30, gulllax 0,30 og kolmunni 0,04.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt ákvæðum laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum og laga nr. 33, 5. maí 2000, um veiðieftirlitsgjald, öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 28. nóvember 2000.

Árni M. Mathiesen.
Arndís Á. Steinþórsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica