Sjávarútvegsráðuneyti

18/1974

Reglugerð um róðrartíma fiskibáta frá Faxaflóa, Sandgerði og Grindavík - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð þessi gildir fyrir alla fiskibáta nema útilegubáta, sem stunda róðra með línu á tímabilinu frá 1. janúar til 31. maí frá Faxaflóahöfnum, Sand­gerði og Grindavik.

 

2. gr.

Grein þessi fjallar um róðrartíma fiskibáta, er róa með linu frá Faxaflóahöfn­um og Sandgerði á mið sunnan línu, sem dregin er milli Garðskagavita og 64°17'8 n.br. og 23 ° 18'0 v.lgd.

Á tímabilinu 1. janúar til 31. maí má enginn bátur fara í fiskiróður frá Faxa­flóahöfnum eða Sandgerði á tímabilinu frá kl. 12.00 til þess tíma er hér segir:

 

Íjanúar ....................................................................................................... kl. 02.00

Í febrúar ...................................................................................................  kl. 01.00

Frá 1. mars til 15. mars ..............................................................................  kl. 24.00

Frá 16. mars til 31. mars ............................................................................  kl. 23.00

Frá 1. apríl til loka ......................................................................................  kl. 22.00

 

Brottfararstaður báta þeirra, sem hér um ræðir, skal vera við línu, sem dregin er frá Sandgerðisvita 2.0 sjómílur út eftir hvíta ljósgeiranum og þaðan í norður í stað 64°07'0 n.br. og 22°47'5 v.lgd.

Þegar hinn tilsetti tími er kominn, skulu nefndarmenn, sem til þess eru kvaddir samkvæmt fi. gr. reglugerðar þessarar, annast um, að merki sé gefið.


 

3. gr.

Grein þessi fjallar um róðrartíma fiskibáta frá Akranesi, Reykjavík og Hafn­arfirði á mið norðan línu, sem dregin er milli Garðskagavita og 64°17َ8 n.br. og 23 ° 18'0 v.lgd.

Á tímabilinu frá 1. janúar til 31. maí má enginn bátur fara í fiskiróður frá Akranesi, Reykjavík og Hafnarfirði frá kl 12.00 til þess tíma, er hér segir:

 

Í janúar ...................................................................................................... kl. 01.05

 Í febrúar ................................................................................................... kl. 00.05

Frá 1. mars til 15. mars ..............................................................................  kl. 23.05

Frá 16. mars til 31. mars ............................................................................. kl. 22.05

Frá 1. apríl til loka ......................................................................................  kl. 21.05

 

Brottfararstaður báta þeirra, sem hér um ræðir, skal vera við ljósdufl nr. 9 og skulu Akurnesingar gefa brottfararmerki

Ljósdufli nr. 9 hefur verið lagt út á

64 ° 14'5 n.b r.

22 ° 18'1 v.lgd.

Ljóseinkenni, hvítur þríblossi á 25 sek. bili.

 

4. gr.

Grein þessi fjallar um róðrartíma fiskibáta frá Grindavík. Á tímabilinu frá 1. janúar til 31. maí má enginn bátur fara í fiskiróður frá Grindavík út fyrir bogalínu, sem dregin er 1.0 sjómílu frá Hópsnesvita, frá kl. 12.00 til þess tíma, er hér segir:

Sé róið lengra en 16 sjómílur frá Hópsnesvita:

 

Í janúar .....................................................................................................  kl. 02.00

Í febrúar .................................................................................................... kl. 01.00

Frá 1. mars til 15. mars ..............................................................................  kl. 24.00

Frá 16. mars til 31. mars ............................................................................  kl. 23.00

Frá 1. apríl til loka ....................................................................................... kl. 22.00

 

Ef róið er styttra en 16 sjómílur frá Hópsnesvita:

 

Í janúar .....................................................................................................  kl. 03.00

Í febrúar ...................................................................................................  kl. 02.00

Frá 1. mars til 15. mars ..............................................................................  kl. 01.00

Frá 16. mars til 31. mars.............................................................................. kl. 24.00

Frá 1. apríl til loka ....................................................................................... kl. 23.00

 

Þegar hinn tilsetti tími er kominn, skulu nefndarmenn, sem til þess eru kvaddir samkvæmt 6. gr. reglugerðar þessarar, annast um, að merki sé gefið.

 

5. gr.

Allar tímaákvarðanir í reglugerð þessari miðast við íslenskan meðaltíma.

 

6. gr.

Hlutaðeigandi hreppsnefndir eða bæjarstjórar tilnefna þrjá eða fimm bátafor­menn ár hvert í nefnd til að gæta þess, að fylgt sé ákvæðum reglugerðar þessarar, og annast nefndarmenn um að fyrirskipuð merki um róðrartíma séu gefin og kæra fyrir brot á reglugerðinni til lögreglustjóra.


 

7. gr.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum frá kr. 5 000-50 000, fimmtíu þúsund krónur. Ítrekað brot getur varðað missi réttinda til skipstjórnar í 6 mán.

Mál út of brotum skulu sæta meðferð opinberra mála.

 

8. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 47  25. apríl 1973 til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum, sem hlut eiga að máli.

 

Sjávarútvegsráðuneytið, 16. janúar 1974.

 

F. h. r.

Jón L. Arnalds.

Þórður Ásgeirsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica