Sjávarútvegsráðuneyti

175/2000

Reglugerð um veiðar úr úthafskarfastofnum 2000. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð þessi tekur til flotvörpuveiða íslenskra skipa úr úthafskarfastofnum á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), utan þeirra svæða sem falla undir fiskveiðilögsögu samningsaðila og innan fiskveiðilandhelgi Grænlands, í samræmi við samning þjóðanna þess efnis. Ennfremur til úthafskarfaveiða fiskiskipa, sem leyfi hafa til veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands, er þau stunda veiðar á úthafskarfa með flotvörpu utan línu, sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

1. 65°20´ N - 29°45´ V (við miðlínu milli Íslands og Grænlands).

2. 63°00´ N - 26°00´ V.

3. 62°00´ N - 27°00´ V.

og vestan línu, sem dregin er 180° réttvísandi úr punkti 3 að mörkum fiskveiðilandhelgi Íslands.

Ráðherra er heimilt að breyta umræddu veiðisvæði sé talin ástæða til vegna samsetningar afla.

2. gr.

Íslenskum fiskiskipum er óheimilt að stunda flotvörpuveiðar á úthafskarfa skv. 1. gr. án sérstaks leyfis Fiskistofu.

Aðeins er þeim íslenskum fiskiskipum heimilt að stunda veiðar á úthafskarfa í flotvörpu, sem hafa aflamark í úthafskarfa, sbr. 3. og 4. gr.

Þá er skipum, sem fengið hafa heimild til veiða úr aflamarki annarra aðildarríkja NEAFC en Íslands, óheimilt að hefja veiðar skv. slíkri heimild fyrr en Fiskistofu hefur borist yfirlýsing frá viðkomandi aðildarríki NEAFC um slíkan rétt skipsins til veiða á úthafskarfa. Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. skulu ákvæði 5. - 8. gr. gilda um þessar veiðar.

3. gr.

Á árinu 2000 er þeim íslensku fiskiskipum, sem leyfi fá til veiða á úthafskarfa með flotvörpu, sbr. 2. gr. heimilt að veiða 32.000 lestir af úthafskarfa á svæði því sem skilgreint er í 1. gr. neðan 500 m dýpis og 13.000 lestir af úthafskarfa á sama svæði ofan 500 m dýpis. Af því heildarmagni skal Fiskistofa úthluta hverju skipi aflamarki í úthafskarfa annars vegar neðan 500 m dýpis og hins vegar ofan 500 m dýpis, í þeim hlutföllum sem í 1. málslið þessarar greinar segir, á grundvelli aflahlutdeildar þess í úthafskarfa.

Heimilt er að telja allt að 10% þess úthafskarfa sem veiðist í hverri veiðiferð neðan 500 m dýpis til úthafskarfa sem veiðist ofan 500 m dýpis og allt að 10% þess úthafskarfa sem veiðist í hverri veiðiferð ofan 500 metra til úthafskarfa sem veiðist neðan 500 metra dýpis.

4. gr.

Heimilt er að framselja aflahlutdeild og aflamark milli íslenskra fiskiskipa, samkvæmt þeim reglum, sem almennt gilda um framsal aflahlutdeildar og aflamarks samkvæmt lögum nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Ákvæði 10. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, gilda ekki um aflamark sem úthlutað er í úthafskarfa samkvæmt þessari reglugerð.

5. gr

Við úthafskarfaveiðar innan fiskveiðilandhelgi Íslands, sbr. 2. málslið 1. gr., og úthafskarfaveiðar í fiskveiðilögsögu Grænlands skal senda eftirgreindar tilkynningar til eftirlitsstöðvar Landhelgissgæslu og Fiskistofu:

Komutilkynning: Skylt er skipstjóra að tilkynna til eftirlitsstöðvarinnar með ekki meira en 12 klukkustunda og að minnsta kosti 6 klukkustunda fyrirvara að það fari inn á úthafskarfaveiðisvæðið. Í tilkynningunni komi fram eftirfarandi upplýsingar:

1. Kóði viðtakanda: ,,ISL" fyrir íslensku eftirlitsstöðina.

2. Raðnúmer skeytisins.

3. Kóði fyrir tegund skeytisins: ,,ENT" sem komutilkynning.

4. Kóði fyrir það veiðisvæði sem fara á inn á: ,,UKS" fyrir úthafskarfasvæði innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi eða ,,GRL" fyrir fiskveiðilögsögu Grænlands.

5. Kallmerki skipsins.

6. Númer veiðiferðar.

7. Nafn skipsins.

8. Skipaskrárnúmer.

9. Umdæmisnúmer.

10. Staðsetning skipsins í gráðum og heilum mínútum.

11. Áætlað aflamagn um borð í kg, fært að næstu 100 kg miðað við afla upp úr sjó, sundurliðað eftir tegundum, sbr. 3. gr.

12. Dagsetning og tími.

Aflatilkynning: Hvern mánudag skal tilkynna eftirlitsstöðinni um heildarafla síðustu viku, þ.e. frá upphafi síðasta mánudags, til loka síðasta sunnudags, miðað við afla upp úr sjó, sundurgreindan eftir tegundum. Hafi skip verið skemur en viku á svæðinu skal gefa upp afla frá því skipið hóf veiðar á svæðinu. Í tilkynningunni komi fram eftirfarandi upplýsingar:

1. Kóði viðtakanda: ,,ISL" fyrir íslensku eftirlitsstöðina.

2. Raðnúmer skeytisins.

3. Kóði fyrir tegund skeytisins: ,,CAT" sem aflatilkynning.

4. Kóði fyrir það veiðisvæði sem aflatilkynningin á við: ,,UKS" fyrir úthafskarfasvæði innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi eða ,,GRL" fyrir fiskveiðilögsögu Grænlands.

5. Kallmerki skipsins.

6. Númer veiðiferðar.

7. Vikuafli í kg, fært að næstu 100 kg miðað við afla upp úr sjó, sundurliðað eftir tegundum, sbr. 3. gr.

8. Fjöldi veiðidaga frá upphafi veiða eða frá síðustu aflatilkynningu.

9. Dagsetning og tími.

Lokatilkynning: Þegar veiðiskip yfirgefur úthafskarfasvæðið skal það tilkynnt eftirlitsstöðinni með ekki meira en 8 klukkustunda og að minnsta kosti 6 klukkustunda fyrirvara. Jafnframt skal í tilkynningu tilgreindur áætlaður heildarafli frá því að veiðar hófust, eða frá síðustu aflatilkynningu miðað við afla upp úr sjó, aðgreindan eftir tegundum og einnig löndunarhöfn. Í tilkynningunni komi fram eftirfarandi upplýsingar:

1. Kóði viðtakanda: ,,ISL" fyrir íslensku eftirlitsstöðina.

2. Raðnúmer skeytisins.

3. Kóði fyrir tegund skeytisins: ,,EXI" sem lokatilkynning.

4. Kóði fyrir það veiðisvæði sem aflatilkynningin á við: ,,UKS" fyrir úthafskarfasvæði innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi eða ,,GRL" fyrir fiskveiðilögsögu Grænlands.

5. Kallmerki skipsins.

6. Númer veiðiferðar.

7. Áætlaður heildarafli í kg, fært að næstu 100 kg miðað við afla upp úr sjó, sundurliðað eftir tegundum, sbr. 3. gr.

8. Fjöldi veiðidaga frá upphafi veiða eða frá síðustu aflatilkynningu.

9. Löndunarhöfn.

10. Dagsetning og tími.

Ofangreindar tilkynningar skulu sendar með þeim hætti er lýst er í viðaukum I og II við reglugerð nr. 447/1999, um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC).

Um tilkynningar við úthafskarfaveiðar á alþjóðlegu hafsvæði gilda ákvæði reglugerðar nr. 447/1999, um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC).

6. gr.

Skylt er að halda úthafskarfa aðgreindum frá öðrum karfa um borð í veiðiskipi og skal hann veginn og skráður sérstaklega við löndun.

Óheimilt er að nýta í sömu veiðiferð heimild til veiða skv. 2. mgr. 2. gr. þessarar reglugerðar og heimild til veiða skv. 3. mgr. 2. gr. hennar. Sé það gert eða ef afla er blandað saman sbr. 1. málslið þessarar málsgreinar, skal aflinn reiknaður til aflamarks sem úthlutað er skv. 3. gr.

Skylt er að halda aðgreindum úthafskarfa sem veiðist neðan 500 m dýpis og úthafskarfa sem veiðist ofan 500 m dýpis og skal hann veginn og skráður sérstaklega við löndun. Sé úthafskarfa sem veiðist neðan 500 m dýpis og úthafskarfa sem veiðist ofan 500 m dýpis ekki haldið aðgreindum sbr. 1. málslið þessarar málsgreinar skal aflinn reiknaður til aflamarks sem úthlutað er úr útahafskarfa sem veiðist neðan 500 m dýpis.

Er afli reiknast til aflamarks skal miðað við 55% nýtingu sé úthafskarfa landað hausskornum, 30% nýtingu sé honum landað flökuðum með roði og beinum, 28% nýtingu sé honum landað flökuðum með roði og beinlausum og 26% nýtingu sé honum landað flökuðum roðlausum og beinlausum.

Þegar úthafskarfi er reiknaður til þorskígilda skal miðað við verðmætastuðulinn 0,60.

7. gr.

Brot á reglugerð þessari og ákvæðum leyfisbréfa gefnum út á grundvelli hennar, skulu varða viðurlögum samkvæmt III. kafla laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

8. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 15. mars 2000.

Árni M. Mathiesen.

Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica