Sjávarútvegsráðuneyti

214/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 522, 18. ágúst 1998, um vigtun sjávarafla. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 522, 18. ágúst 1998, um vigtun sjávarafla.

1. gr.

3. mgr. 20. gr. orðist svo: Er tekið er tillit til íss í afurðum skal margfalda nettóþunga flaka með 0,98. Heilfrysta grálúðu skal margfalda með 0,97, heilfrystan karfa með 0,96 og lausfryst íshúðuð flök skal margfalda með 0,95. Um frádrátt vegna íss í öðrum afurðum sem sérstaklega eru íshúðaðar fer samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og laga nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 31. mars 2000.

Árni M. Mathiesen.

Jón B. Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica