Sjávarútvegsráðuneyti

354/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 304, 14. ágúst 1992, um leyfi til fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, með síðari breytingum. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 304, 14. ágúst 1992,

um leyfi til fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum,

með síðari breytingum.

 

1. gr.

                Með reglugerð þessari er felld niður 2., 10. og 11. gr. reglugerðarinnar.

 

2. gr.

                Í stað: "Ríkismats sjávarafurða" í 2. mgr. 7. gr. komi: Fiskistofu.

 

3. gr.

                Í stað: "kr. 10.000,00" í síðasta málslið 9. gr. komi: kr. 14.200.

 

4. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 54, 15. maí 1992, um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, með síðari breytingum til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 25. júní 1996.

 

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica