Sjávarútvegsráðuneyti

590/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 341, 5. júní 1997, um friðunarsvæði við Ísland. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 341, 5. júní 1997,

um friðunarsvæði við Ísland.

 

1. gr.

            1. tl. 2. gr. reglugerðarinnar er úr gildi felldur.

 

2. gr.

            Á tímabilinu frá og með 25. október 1997 til og með 28. febrúar 1998 er heimilt, þrátt fyrir ákvæði 2. tl. 2. gr., að stunda veiðar með botn- og flotvörpu og línu á svæðinu norður af Horni.

 

3. gr.

            Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 81, 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast gildi 25. október 1997.

 

Sjávarútvegráðuneytinu, 23. október 1997.

 

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica