Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegsráðuneyti

732/1997

Reglugerð um bann við veiðum milli lands og Vestmannaeyja.

1. gr.

                Frá og með 1. janúar 1998 eru veiðar með öllum veiðarfærum bannaðar á svæði þar sem vatnsleiðsla og rafstrengur liggja milli lands og Vestmannaeyja. Að austan markast svæðið af línu sem dregin er þannig að Bjarnarey að vestan beri í Elliðaey að austan. Að vestan takmarkast svæðið af línu sem dregin er þannig að austurkant Ystakletts og Faxaskersvita beri saman.

2. gr.

                Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt 17. gr. laga nr. 79 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Mál út af brotum skulu sæta meðferð opinberra mála.

3. gr.

                Reglugerð þessi er sett með stoð í 2. mgr. 8. gr. laga nr. 79 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 1. janúar 1998 og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 30. desember 1997.

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica