Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegsráðuneyti

601/1997

Reglugerð um löndun á bræðslufiski erlendis.

1. gr.

                Reglugerð þessi tekur til löndunar á bræðslufiski í fiskimjölsverksmiðjur erlendis.

                Einungis er heimilt að landa afla í fiskimjölsverksmiðjur erlendis, þar sem vigtunaraðferðir og eftirlit er viðurkennt af Fiskistofu.

 

2. gr.

                Skiptstjóri skal strax og haldið er til erlendrar hafnar, tilkynna Fiskistofu um áætlaðan afla um borð í skipinu, löndunarstað og áætlaðan komutíma. Jafnframt skal Landhelgisgæslunni á sama tíma tilkynnt um áætlaðan afla um borð. Verði breyting á löndunarstað, eða áætluðum komutíma, skal það tilkynnt Fiskistofu þegar í stað.

                Fiskistofu er heimilt að senda eftirlitsmann til þess að fylgjast með löndun á bræðslufiski hjá erlendum fiskimjölsverksmiðjum telji hún ástæðu til þess.

 

3. gr.

                Þegar að löndun lokinni skal skipstjóri senda Fiskistofu staðfest afrit af vigtarnótu. Telji Fiskistofa upplýsingar um aflamagn ekki fullnægjandi eða ótrúverðugar, svo sem ef landaður afli er umtalsvert minni en áætlun, sbr. 2. gr., vigtarnótur eru óglöggar eða aðrar upplýsingar misvísandi, skal við það miðað við útreikning afla skipsins að það hafi landað fullfermi, miðað við staðreynda burðargetu þess á þeirri vertíð.

 

4. gr.

                Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.

 

5. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum 5. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.

 

Sjávarútvegsráðuneytinu, 28. október 1997.

 

Þorsteinn Pálsson.

Árni Kolbeinsson.

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica