Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

398/2021

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 646/2007, um uppboðsmarkaði sjávarafla.

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Sjávarútvegsráðherra veitir leyfi til reksturs uppboðsmarkaða fyrir sjávarafla sem skulu vera ótíma­bundin. Rekstrarleyfi skal gefið út á nafn og kennitölu þess einstaklings eða lögaðila sem um ræðir og er óheimilt að framselja það til þriðja aðila. Skilyrði fyrir útgáfu rekstrarleyfis fyrir hverja starfs­stöð er starfsleyfi starfsstöðvar samkvæmt lögum um matvæli, nr. 93/1995.

 

2. gr.

9. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Um húsnæði og búnað uppboðsmarkaðar og meðferð afla gilda lög um matvæli, nr. 93/1995, eftir því sem við á. Eingöngu er heimilt að reka starfsstöð uppboðsmarkaðar sjávarafla í húsnæði sem hefur til þess starfsleyfi samkvæmt lögum um matvæli.

 

3. gr.

1. málsl. 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Standist sjávarafli ekki almennar kröfur samkvæmt lögum um matvæli, nr. 93/1995, skal hann ekki boðinn upp á uppboðsmarkaði.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr. laga nr. 79/2007, um uppboðsmarkaði sjávar­afla. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 24. mars 2021.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica