Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1035/2015

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 55/2003, um leyfi til vinnslu afla um borð í skipum.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Leyfishafa er óheimilt að vinna afla frekar um borð en að fletja, flaka, roðfletta og snyrta.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt með samþykki Fiskistofu að frekari vinnsla fari fram um borð í skipi enda sé aflaskráning áreiðanleg og útfærð í samráði við Fiskistofu. Þá skal veiðieftirlitsmaður Fiskistofu vera um borð í skipinu er vinnslan fer fram í samræmi við 7. gr.

Fiskistofa getur jafnframt veitt skipum sem vinna afla um borð leyfi til bitavinnslu, þ.e. að hluta í sundur flak með sjálfvirkum vélbúnaði. Slíkt leyfi skal bundið þeim skilyrðum að öllum hlutum flaksins, sem falla til eftir að bitavinnsla hefst, s.s. flakahlutar, afskurður og roð, verði haldið aðgreindum frá öðrum afurðum vinnsluskipsins og skal því öllu landað. Við löndun skal vigta og skrá alla flakahlutana, afskurð og roð sérstaklega.

Niðurstaða aflaskráningar samkvæmt 2. og 3. mgr. gildir varðandi nýtingu aflamarks.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 54/1992, um vinnslu afla um borð í skipum, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 16. nóvember 2015.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica