Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

707/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 770, 8. september 2006, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina kemur nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Frá 22. ágúst til 9. september 2012 eru síldveiðar í flottroll eingöngu heimilar utan 200 m dýptarlínu en þó hvergi nær landi en 12 sjómílur frá viðmiðunarlínu.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 16. ágúst 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Arnór Snæbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica