Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1033/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 770, 8. september 2006, um veiðar á íslenskri sumargotssíld, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

2. mgr. 1. gr. orðist svo:

Skipum sem leyfi hafa til síldveiða sbr. 1. mgr. er heimilt að stunda veiðar enda hafi þau fullnægjandi aflamark í síld. Ráðherra er heimilt að fela Fiskistofu að fella úr gildi öll leyfi til síldveiða með vörpu sé talin ástæða til að takmarka veiðarnar eða endurskipuleggja stjórnun þeirra. Þá er heimilt að áskilja að flotvörpuveiðar á síld skuli aðeins heimilaðar á tilteknu svæði ef varpan er búin meðaflaskilju.

2. gr.

1. málsliður 3. gr. orðist svo:

Skipum sem aflamark hafa í íslenskri sumargotssíld er heimilt að stunda síldveiðar í net og hringnót enda hafi þau fullnægjandi aflamark í síld.

3. gr.

Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Einungis er heimilt að stunda veiðar á íslenskri sumargotssíld við vestanvert landið, frá línu sem dregin er vestur úr Garðskagavita að línu sem dregin er vestur úr Bjargtöngum á vertíðinni 2011/2012.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. nóvember 2011.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Indriði B. Ármannsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica