Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

383/2010

Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 849/1999 um eftirlit með innflutningi sjávarafurða, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðsins "Fiskistofa" í 2. gr. og sama orðs hvarvetna annars staðar í reglugerðinni, ef frá er talið 33. gr. b, kemur, í viðeigandi beygingarfalli: Matvælastofnun.

2. gr.

Orðið eftirlitsmaður í 2. gr. skilgreinist svo: Opinber eftirlitsmaður sem á vegum Matvælastofnunar annast eftirlit á landamærastöð og starfar í umboði og á ábyrgð yfirmanns landamærastöðvar.

3. gr.

Við 2. gr. bætist eftirfarandi skilgreining: Yfirmaður landamærastöðvar: Opinber dýralæknir sem á vegum Matvælastofnunar annast eftirlit með landamærastöð og er ábyrgur fyrir því eftirliti sem þar fer fram.

4. gr.

Í stað orðsins "Eftirlitsmaður" í 3. gr. kemur: Yfirmaður landamærastöðvar.

5. gr.

2. og 3. mgr. 4. gr. falla brott.

6. gr.

Við 13. gr. bætast eftirfarandi málsgreinar:

Landmærastöðvar skulu staðsettar í tollhöfn, sbr. 43. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breytingum.

Matvælastofnun skal stöðva starfsemi þeirra landamærastöðva sem ekki uppfylla skilyrði sem fram koma í viðauka E við reglugerð þessa og í þeim tilvikum þar sem starfsemi þeirra gæti valdið alvarlegu heilsutjóni á heilbrigði manna og dýra.

Sé starfsemi landamærastöðvar stöðvuð eða um sé að ræða nýja landamærastöð skal hún ekki taka til starfa fyrr en Matvælastofnun hefur staðreynt að skilyrði þau sem fram koma í viðauka E við reglugerð þessa séu uppfyllt.

7. gr.

18. gr. orðast svo: Um gjaldtöku fer skv. 31. gr. og 31. gr. a laga nr. 55/1998 um sjávarafurðir, með síðari breytingum.

8. gr.

2. mgr. 22. gr. orðast svo: Heimili Matvælastofnun að vörur séu notaðar í öðrum tilgangi en til manneldis, sbr. 6. mgr. 28. gr., skal eftirlitsaðili fylgjast með meðhöndlun og flutningi þeirra, sem fram skal fara í samræmi við kröfur þar að lútandi.

9. gr.

Í stað orðanna "Eftirlitsmaður á hverri landamærastöð" í 3. málslið 2. tl. 3. mgr. viðauka E kemur: Yfirmaður landamærastöðvar.

10. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 29. og 31. gr. laga nr. 55/1998, um sjávarafurðir, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. apríl 2010.

Jón Bjarnason.

Baldur P. Erlingsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica