Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

205/2010

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 557, 6. júní 2007, um afladagbækur. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 3. gr. kemur ný mgr. svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skipstjórum fiskiskipa sem eru undir 10 BT að stærð og fiskiskipa sem eru undir 15 BT að stærð og fengu í fyrsta sinn haffærisskírteini fyrir 1. maí 2002 heimilt að halda afladagbók á bókarformi.

2. gr.

1. mgr. 12. gr. orðist svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 3. gr. er skipstjórum allra skipa, sem skylt er að halda rafræna afladagbók, heimilt að halda afladagbók á bókarformi til og með 15. júní 2010.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum og laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 10. mars 2010.

F. h. r.

Steinar Ingi Matthíasson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica