Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

1072/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 849/1999 um eftirlit með innflutningi á sjávarafurðum, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 33. gr. reglugerðarinnar kemur nýr kafli svohljóðandi:

Ákvæði um varnir gegn innflutningi á ólögmætum sjávarafurðum.

33. gr. a)

Innflytjandi skal tryggja að öllum sjávarafurðum sem fluttar eru til Íslands og afla allra erlendra skipa sem landað er á Íslandi fylgi veiðivottorð fánaríkis, í samræmi við kröfur Evrópusambandsins, ef fyrirhugað er að flytja aflann áfram inn á markað þess. Í veiðivottorði, sem staðfest er af lögbærum yfirvöldum fánaríkis veiðiskips, skal koma fram að afli skipsins hafi verið veiddur í samræmi við lög og reglur viðkomandi ríkis og í samræmi við alþjóðasamninga.

Innfluttum afurðum og afla skal ávallt haldið aðskildum frá afurðum og afla íslenskra skipa hvort sem er við flutning, geymslu, vinnslu eða útflutning.

33. gr. b)

Þegar innfluttar sjávarafurðir eru unnar á Íslandi skal útflytjandi við endurútflutning þeirra inn á markað Evrópusambandsins gæta þess að þeim fylgi veiðivottorð staðfest af fánaríki sbr. 33. gr. a), eða afrit þess ef einungis er um að ræða hluta aflans sem getið er á veiðivottorðinu. Þá skal vinnsluleyfishafi gefa út yfirlýsingu, sbr. viðauka G við reglugerð þessa, þar sem fram kemur lýsing á vörunni, og staðfesting þess að viðkomandi afurð sé unnin úr afla samkvæmt meðfylgjandi veiðivottorði.

Fiskistofa staðfestir yfirlýsingu vinnsluleyfishafa, að höfðu samráði við Matvælastofnun. Til þess að staðreyna að upplýsingar í vottorði skv. viðauka G séu réttar skal Matvæla­stofnun hafa aðgang að öllum nauðsynlegum upplýsingum hjá vinnsluleyfishafa.

33. gr. c)

Ef innfluttar sjávarafurðir eru ekki unnar á Íslandi, heldur einungis geymdar í tollvörugeymslu, er nægjanlegt við endurútflutning þeirra inn á markað Evrópu­sambandsins að þeim fylgi veiðivottorð staðfest af fánaríki, sbr. 33. gr. a) auk skjal­festrar staðfestingar á því að afurðin hafi ekki hlotið neina meðferð á Íslandi aðra en löndun, umskipun eða hverja þá meðferð sem nauðsynleg má teljast til að varðveita vöruna.

2. gr.

Við þessa reglugerð bætist viðauki "IV. viðauki" sem verður viðauki G sem birtur er með reglugerð þessari bæði á íslensku og ensku.

3. gr.

1. mgr. 36. gr. verður svohljóðandi:

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum, 19. gr. laga nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum og 9. gr. laga nr. 22/1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 31. gr. laga nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum, 19. gr. laga nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum og 9. gr. laga nr. 22/1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum. Reglugerð þessi öðlast gildi 1. janúar 2010.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 22. desember 2009.

F. h. r.
Steinar Ingi Matthíasson.

Kristján Freyr Helgason.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica