Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

41/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 151, 20. febrúar 2001, um botnfiskveiðar færeyskra skipa í íslenskri fiskveiðilandhelgi með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

1. ml. 6. gr. orðist svo:

Áður en skip kemur inn í fiskveiðilandhelgi Íslands skal tilkynna Landhelgisgæslunni um fyrirhugaðar veiðar og komutíma í athugunarstöð með minnst 2 klukkustunda fyrirvara og mest 6 klukkustunda fyrirvara.

2. gr.

1. ml. 9. gr. orðist svo:

Áður en skip heldur út úr fiskveiðilandhelgi Íslands skal senda Landhelgisgæslunni tilkynningu um það og komutíma í athugunarstöð með minnst 2 klukkustunda fyrirvara og mest 6 klukkustunda fyrirvara.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 20. janúar 2009.

F. h. r.
Steinar Ingi Matthíasson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica