Sjávarútvegsráðuneyti

723/2005

Reglugerð um úthlutun sérstakra aflaheimilda til krókaaflamarksbáta á fiskveiðiárinu 2005/2006. - Brottfallin

1. gr.

Fiskistofa skal á fiskveiðiárinu 2005/2006 úthluta 250 lestum af ýsu, 250 lestum af steinbít og 75 lestum af ufsa, miðað við óslægðan fisk, til krókaaflamarksbáta samkvæmt reikniforsendum reglugerðar nr. 283, 9. apríl 2002, um úthlutun aflaheimilda á fiskveiðiárinu 2001/2002. Við skiptingu aflaheimildanna milli byggðarlaga og einstakra skipa innan þeirra skal miða við magn tilgreint í reglugerð nr. 283/2002 og skerða síðan úthlutun til einstaks báts um 75% í þorskígildum reiknað.


2. gr.

Aðeins skal úthluta þeim bátum sem uppfylltu skilyrði reglugerðar nr. 283, 9. apríl 2002, til úthlutunar, enda séu þeir enn skráðir í sömu sjávarbyggð við útgáfu reglugerðar þessarar.

Hafi eigandi báts, sem úthlutun hlaut á fiskveiðiárinu 2002/2003, skv. reglugerð nr. 600, 9. ágúst 2002, selt þann bát sinn er heimilt að úthluta öðrum báti í hans eigu, sem skráður er í sömu sjávarbyggð, þeim aflaheimildum, sem hinn seldi bátur hefði annars fengið, enda hafi allar aflaheimildir verið fluttar milli bátanna.

Engum báti skal úthlutað meiri aflaheimildum samkvæmt reglugerð þessari en sem nemur því magni, sem viðkomandi bátur hefur landað í hlutaðeigandi sjávarbyggð á tímabilinu 1. ágúst 2004 til 31. júlí 2005 samkvæmt upplýsingum úr aflaupplýsingakerfinu Lóðs.


3. gr.

Reglugerð þessi er gefin út á grundvelli b. liðar 2. gr. laga nr. 147, 20. desember 2003, um breytingu á lögum nr. 38, 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, til að öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda 1. september 2005.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 4. ágúst 2005.


Árni M. Mathiesen.
Jón B. Jónasson.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica