Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

835/2005

Reglugerð um gildistöku ákvarðana framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um heilbrigðiseftirlit á samlokum, skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum.

1. gr.

Ákvæði samnings um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ákvarðanir gildi hér á landi:

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 226/2002/EB, frá 15. mars 2002 um sérstakt heilbrigðiseftirlit við tekju og vinnslu á tilteknum samlokum (tvískelja lindýrum) þegar þörungaeitur sem veldur minnisleysi (ASP) er yfir þeim mörkum sem mælt er fyrir um í tilskipun ráðsins 91/492/EBE sem innleidd var með reglugerð nr. 260/1999 um veiðar, meðferð, vinnslu og dreifingu lifandi samloka. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31 frá 2003 og var birt í EES-viðbæti nr. 9 frá 2005 á bls. 96.
  2. Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 225/2002/EB, frá 15. mars 2002 um nákvæmar reglur varðandi framkvæmd tilskipunar ráðsins 91/492/EBE, sem innleidd var með reglugerð nr. 260/1999 um veiðar, meðferð, vinnslu og dreifingu lifandi samloka, að því er varðar hámarksmagn og greiningaraðferðir á tilteknu sjávarlífeitri í samlokum (tvískelja lindýrum), skrápdýrum, möttuldýrum og sæsniglum. Ákvörðunin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31 frá 2003 og var birt í EES-viðbæti nr. 9 frá 2005 á bls. 93.

2. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoði í 31. gr. laga um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða nr. 55/1998, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 15. september 2005.

F. h. r.

Vilhjálmur Egilsson.

Ásta Einarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.