Sjávarútvegsráðuneyti

64/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 13, 11. janúar 2007, um loðnuveiðar erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2007. - Brottfallin

1. gr.

3. gr. orðist svo:

Norskum skipum er heimilt að veiða samtals 39.045 lestir í efnahagslögsögu Íslands og er þeim aðeins heimilt að stunda loðnuveiðar í efnahagslögsögu Íslands til 15. febrúar 2007 og norðan við 64°00¢ N.

Færeyskum skipum er heimilt að veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands samtals 18.500 lestir.

Grænlenskum skipum er heimilt að veiða 12.210 lestir í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Erlend veiðiskip skulu hlíta þeim verndaraðgerðum sem stjórnvöld og Hafrannsókna­stofnun kunna að grípa til.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 22, 8. apríl 1998, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. febrúar 2007.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica