Leita
Hreinsa Um leit

Sjávarútvegsráðuneyti

65/2007

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1131, 29. desember 2006, um veiðar íslenskra skipa á Norðuríshafsþorski 2007, skv. samningi milli Íslands, Noregs og Rússlands. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 4. gr. orðist svo: Innan efnahagslögsögu Noregs, norðan við 62°00´N og utan 12 sjómílna frá grunnlínum, er íslenskum skipum heimilt að veiða alls 3.791 tonn af óslægðum þorski, auk 1.138 tonna aukaafla af öðrum tegundum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli

Sjávarútvegsráðuneytinu, 5. febrúar 2007.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Steinar Ingi Matthíasson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica