Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

177/2008

Reglugerð um viðmiðanir við skilgreiningu svæða og opinbert eftirlit ef upp kemur grunur um blóðþorra eða tilvist hans er staðfest.

1. gr.

Sýnatökuáætlanir og greiningaraðferðir.

Í viðauka við reglugerð þessa er mælt fyrir um sýnatökuáætlanir og aðferðir við greiningu og staðfestingu á blóðþorra og einnig viðmiðanir við skilgreiningu svæða og opinbert eftirlit ef upp kemur grunur um blóðþorra eða tilvist blóðþorra er staðfest.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisksjúkdómum, lögum nr. 55/1998 um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og lögum nr. 33/2002 um eldi nytjastofna sjávar. Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2003/466 frá 13. júní 2003. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 4. febrúar 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Baldur P. Erlingsson.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica