Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

326/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 343, 5. apríl 2005, um veiðar á Austur-Atlantshafs bláuggatúnfiski. - Brottfallin

1. gr.

Í stað: "12. apríl 2005" í 2. mgr. 2. gr. kemur: 28. mars 2008.

2. gr.

1. mgr. 3. gr. orðist svo: Á árinu 2008 er íslenskum skipum heimilt að veiða 51,53 tonn af bláuggatúnfiski miðað við afla upp úr sjó.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og ákvæðum laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 18. mars 2008.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Hrefna Karlsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica