Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

412/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 543, 22. júlí 2002, um möskvastærðir og útbúnað varpna til veiða á botnfiski, rækju og humri.

1. gr.

1.-4. töluliður 1. mgr. 6. gr. verður svohljóðandi:

1.  65°20´N-29°45´V
2.  63°00´N-26°00´V
3.  62°00´N-27°00´V
4.  60°22´N-24°20´V

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum til að öðlast þegar gildi. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr. 425, 11. júní 2003, um breytingu á reglugerð nr. 543, 22. júlí 2002, um möskvastærðir og útbúnað varpna til veiða á botnfiski, rækju og humri.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. apríl 2008.

F. h. r.

Þórður Eyþórsson.

Hrefna Gísladóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica