Sjávarútvegsráðuneyti

344/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 849, 14. desember 1999 um eftirlit með innflutningi sjávarafurða. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

 1. Á eftir 6. mgr. 2. gr. bætist við eftirfarandi skilgreining: Viðskipti: Viðskipti milli aðildarríkja með vörur í skilningi EES-samningsins.
 2. Á eftir 10. mgr. 2. gr. bætist við eftirfarandi skilgreining: Innflutningseftirlit: Eftirlit með ástandi og/eða formsatriðum á sviði stjórnsýslu sem tekur til afurðanna sem um getur í reglugerð þessari og er ætlað að vernda, beint eða óbeint heilbrigði manna eða dýra.

2. gr.

Í upphafi 4. gr. kemur eftirfarandi setning: Það er meginregla að heilbrigðiseftirlit vegna innflutnings sjávarafurða frá EES-ríkjum fer ekki fram á landamærastöð heldur er því framfylgt í samræmi við þessa reglugerð.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr.

 1. Á eftir orðinu: "heimil" í upphafi 6. gr. kemur: á ákvörðunarstað.
 2. Á eftir 1. mgr. 6. gr. bætast við eftirfarandi málsgreinar:

Jafnframt getur Fiskistofa, hafi hún grun um brot, einnig látið fara fram eftirlit við flutning varanna innanlands, þar með talið varðandi flutningatæki.

Þegar afurðir sem falla undir þessa reglugerð og eru upprunnar í öðru EES-ríki eru ætlaðar:

 1. Starfsstöð sem lögbært yfirvald ber ábyrgð á verður það að tryggja að þeirri starfsstöð berist einungis afurðir sem fullnægja kröfum þessarar reglugerðar að því er varðar merkingu og fylgiskjöl.
 2. Viðurkenndum millilið sem skiptir upp vörusendingunum eða verslunarfyrirtæki með mörgum útibúum, verða viðkomandi fyrirtæki að kanna áður en vörusendingunni er skipt upp eða hún markaðssett, hvort þau merki, vottorð eða skjöl sem krafist er séu til staðar og tilkynna Fiskistofu um sérhverja vanrækslu eða frávik.
 3. Öðrum móttakendum, einkum þegar vörusendingin er afhent í hlutum meðan á flutningi stendur, verður vörusendingunni að fylgja frumrit af viðeigandi skjölum.

Ábyrgðirnar sem ofangreindir móttakendur verða að gefa skulu tilgreindar í samningi við Fiskistofu og undirritaðar þegar fyrirframskráning fer fram. Fiskistofa skal gera slembiathuganir til að ganga úr skugga um að ábyrgðirnar haldi.

4. gr.

Fyrir framan orðið: "hættu" í 1. mgr. 7. gr bætist við orðið: verulega.

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr.:

 1. Við lokamálslið 3. mgr. bætist eftirfarandi setning: Telji íslensk stjórnvöld að ráðstafanir sem gripið hefur verið til séu ófullnægjandi skal leita leiða með sendingarríkinu til að bæta stöðuna. Slíkt getur falið í sér skoðun á staðnum.
 2. 4. mgr. breytist og verður svohljóðandi: Komi ítrekað í ljós að vörur frá sama aðila fullnægi ekki skilyrðum skv. 1. mgr. skal Fiskistofa tilkynna það Eftirlitsstofnun EFTA og viðkomandi yfirvöldum annarra EES-ríkja. Þar til Eftirlitsstofnun EFTA tilkynnir Fiskistofu um ráðstafanir skal sendingarríkið, að beiðni íslenskra stjórnvalda, tryggja að eftirlit með afurðum verði tíðara og fella viðurkenningar niður ef til þess liggja alvarlegar ástæður er varða heilbrigði dýra eða manna. Fiskistofu er heimilt að auka tíðni skoðana á vörum frá viðkomandi starfstöð.

6. gr.

Við 10. gr. bætist eftirfarandi málsgrein: Fiskistofu er heimilt að skoða farmskrár skipa og flugvéla og ganga úr skugga um að þær samsvari innflutningsskjölum.

7. gr.

Við 1. tl. 2. mgr. 15. gr. bætist eftirfarandi setning: Ábyrgðarmaður sendingar skal tilkynna Fiskistofu sé sendingu umskipað úr einu loftfari í annað eða úr einu skipi í annað á tollsvæði sömu hafnar eða flughafnar.

8. gr.

4. mgr. 21. gr. breytist og verður svohljóðandi: Eftirlitsmaður sem heimilar slíkan flutning skal senda tilkynningu um flutninginn í gegnum Animo netkerfið til landamærastöðvar sem útflutningur fer um. Eftirlitsmaður á landamærastöð á brottflutningsstað skal staðfesta á vottorðinu sem um getur í viðauka B að viðkomandi sendingar hafi verið fluttar frá EES-svæðinu. Ábyrgðarmaður sendingar skal tilkynna Fiskistofu sé sendingu umskipað úr einu loftfari í annað eða úr einu skipi í annað á tollsvæði sömu hafnar eða flughafnarsvæðinu og senda afrit af skjalinu til landamærastöðvar á komustað með símbréfi eða öðrum aðferðum. Ábyrgðarmaður sendingar skal tilkynna Fiskistofu sé sendingu umskipað úr einu loftfari í annað eða úr einu skipi í annað á tollsvæði sömu hafnar eða flughafnar.

9. gr.

Við 21. gr. bætast eftirfarandi málsgreinar: Fiskistofa má því aðeins heimila viðtöku sendinga frá þriðja landi sem eiga að fara á tollfrjálst svæði, í tollfrjálst vöruhús eða tollvörugeymslu að einstaklingurinn sem er ábyrgur fyrir farminum hafi áður gefið yfirlýsingu um að hve miklu leyti viðkomandi afurðir eru ætlaðar til frjálsrar dreifingar á EES-svæðinu eða um notkun þeirra annarsstaðar, nánar tilgreint síðar, og hvort afurðirnar uppfylla innflutningsskilyrði eða ekki.

Liggi ekki ljóst fyrir til hvers eigi að nota afurðirnar ber að líta svo á að þær séu ætlaðar til frjálsrar dreifingar á EES-svæðinu.

Hafi eftirlitsmanni á landamærastöð á komustaðnum ekki verið tilkynnt um brottflutning afurðanna af EES-svæðinu innan 30 daga skal hann vísa málinu til tollyfirvalda, sem leita nauðsynlegra upplýsinga til að ganga úr skugga um raunverulegan viðtökustað afurðanna.

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 26. gr.:

 1. Í stað orðanna: "staðfest af eftirlitsaðila sem skoðað hefur vottorðið" í 1. mgr. 26. gr. kemur eftirfarandi: gefið út af lögbæra yfirvaldinu sem gaf út vottorðið með afurðunum.
 2. 3. mgr. 26. gr. fellur brott.
 3. Við 26. gr. bætist ný lokamálsgrein sem er svohljóðandi: Afurðir sem skulu vera undir eftirliti frá landamærastöð til viðtökustaðar skulu sendar áfram með eftirfarandi skilyrðum:

a)

Sendingarnar skal flytja undir eftirliti lögbærs yfirvalds frá viðkomandi landamærastöð til viðtökustaðar í innsigluðum og auðkenndum flutningstækjum.

b)

Eftirlitsmaður Fiskistofu á viðkomandi landamærastöð skal tilkynna þeim aðila sem hefur með höndum eftirlit með vinnslustöðinni sem tekur við vörunni á viðtökustað sendingar um uppruna- og viðtökustað afurðanna.

c)

Á starfsstöð á viðtökustað skal meðhöndla afurðirnar í samræmi við ákvæði laga nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum og þeim reglugerðum sem settar eru á grundvelli þeirra.

d)

Forráðamaður starfsstöðvar á viðtökustað skal tilkynna viðkomandi eftirlitsaðila Fiskistofu á staðnum um komu vörunnar og skal hann innan 15 daga senda tilkynningu þar að lútandi til landamærastöðvarinnar sem tilkynnti honum um sendinguna. Fiskistofa skal annast reglubundið eftirlit til að fullvissa sig um að afurðirnar séu komnar í viðkomandi starfsstöð á viðtökustað, einkum með því að athuga innflutningsskýrslur.


11. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 32. gr.:

 1. Á eftir orðinu: "reglugerðar" í 1. mgr. 32. gr. bætist við eftirfarandi: á landamærastöð, í tollvöruskemmu, á tollfrjálsu svæði eða í tollfrjálsri vörugeymslu.
 2. 2. mgr. breytist og verður svohljóðandi: Ef eftirlit samkvæmt þessari reglugerð gefur ástæðu til að ætla að brotið eigi sér stað með alvarlegum eða endurteknum hætti skal lögbært yfirvald gera eftirfarandi ráðstafanir að því er varðar afurðir er tengjast slíkri notkun eða að því er varðar uppruna slíkra afurða:

  a)

  Tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA um eiginleika afurðanna sem eru notaðar og um viðkomandi sendingu. Eftirlitsstofnun EFTA skal þegar í stað láta allar landamærastöðvar vita.

  b)

  Herða skal eftirlit með öllum sendingum afurða af sama uppruna. Einkum er áríðandi að stöðva tíu næstu sendingar af sama uppruna gegn tryggingu fyrir skoðunarkostnaði á viðkomandi landamærastöð, vegna eftirlits með ástandi, að meðtalinni sýnatöku og prófunum á rannsóknarstofu sem kveðið er á um í viðauka c. Staðfesti slíkt viðbótareftirlit að um brot sé að ræða ber að farga sendingunni eða hluta hennar í samræmi við 28. gr.

  c)

  Eftirlitsstofnun EFTA skal tilynnt um niðurstöður herta eftirlitsins og á grundvelli þeirra upplýsinga skal hún láta fara fram alla nauðsynlega eftirgrennslan til að leita orsaka og uppruna þess brots sem í ljós kom.


 3. Við 32. gr. bætist ný lokamálsgrein, svohljóðandi: Ef ofangreint eftirlit leiðir í ljós ítrekuð brot skulu íslensk stjórnvöld tilkynna það Eftirlitsstofnun EFTA og lögbærum yfirvöldum annarra EES-ríkja.

12. gr.

Í stað viðauka B kemur nýr viðauki B, Almennt innflutningsskjal (CVED).

13. gr.

Við 2. mgr. viðauka E bætist nýr töluliður, 6. tl. svohljóðandi: Hafa aðgang að þjónustu aðila sem getur framkvæmt þá meðhöndlun sem kveðið er á um í reglugerð nr. 77/2001 um framleiðslu á fiskmjöli og lýsi.

14. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 29. gr. laga nr. 55, 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 2. maí 2006.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Ásta Einarsdóttir.

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica