Sjávarútvegsráðuneyti

150/2006

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 849, 14. desember 1999 um eftirlit með innflutningi sjávarafurða. - Brottfallin

1. gr.

Á eftir 1. mgr. 10. gr. bætist ný málsgrein er orðast svo: Skilyrði 1. mgr. skulu eiga við um fiskiskip þar sem fer fram frysting um borð á heilum eða hausskornum fiski, heilfrysting rækju eða suða á rækju og skelfiski.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 29. gr. laga nr. 55, 10. júní 1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 20. febrúar 2006.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Ásta Einarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica