Umhverfisráðuneyti

504/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um efni og hluti úr plasti sem er ætlað að snerta matvæli, nr. 111/2003. - Brottfallin

1. gr.

1. mgr. 4. gr. hljóðar svo:
Einungis er heimilt að nota einliður og önnur grunnefni sem talin eru upp í lista A í viðauka 2 við þessa reglugerð, við framleiðslu á efnum og hlutum úr plasti og þá með þeim takmörkunum sem þar eru tilgreindar.


2. gr.

5. gr. hljóðar svo:

Aukefni.

Í viðauka 3 er að finna lista yfir aukefni sem heimilt er að nota við framleiðslu efna og hluta úr plasti svo og takmarkanir og/eða forskriftir fyrir notkun þeirra.

Fyrir aukefnin í lista B, viðauka 3 gilda tilgreind flæðimörk frá og með 1. júlí 2006 þegar flæðiprófanir eru gerðar með matvælahermi D eða með öðrum prófunum í samræmi við viðauka 7.

Listar A og B í viðauka 3 ná ekki yfir eftirfarandi aukefni:

a) Aukefni sem eru einungis notuð til að framleiða:
- húðunarefni sem unnin eru úr kvoðukenndum efnum eða fjölliðum í fljótandi, dyftu eða dreifðu formi, eins og t.d. lakk, lakkmálning og málning;
- epoxýresín;
- lím og límhvatar;
- prentblek.
b) Litarefni;
c) Leysiefni.


3. gr.

8. gr. hljóðar svo:

Skrifleg yfirlýsing.

Á öðrum stigum dreifingar en í smásölu skal skrifleg yfirlýsing fylgja efnum og hlutum úr plasti, sem er ætlað að snerta matvæli, um að þau uppfylli þær kröfur sem til þeirra eru gerðar. Skrifleg yfirlýsing skal:

a) vera í samræmi við 1. mgr. 10. gr. í reglugerð um efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli nr. 537/1993, með síðari breytingum;
b) veita fullnægjandi upplýsingar um þau efni sem eru háð takmörkunum í matvælum. Upplýsingarnar skulu sýna niðurstöður úr prófunum eða fræðilegum útreikningum á sértæku flæði og þar sem við á hreinleikaskilyrði í samræmi við reglugerð um aukefni í matvælum nr. 285/2002, með síðari breytingum. Notendum efna og hluta er þannig gert kleift að fylgja viðeigandi reglum.


4. gr.

9. gr. hljóðar svo:

Flæðimörk.

Sértæk flæðimörk í viðauka 2 og 3 eru gefin upp í mg/kg. Flæðið skal þó gefa upp í mg/dm2 þegar um er að ræða:

a) hluti sem eru ílát, eða sambærileg ílátum, eða sem hægt er að fylla og rúma minna en 500 ml eða meira en 10 l;
b) blöð, filmur eða aðra hluti, sem ekki er hægt að fylla, eða ógerlegt er að meta sambandið á milli stærðar yfirborðs og magns matvæla sem það snertir.

Til þess að umbreyta mörkum sem gefin eru upp í viðauka 2 og 3 sem miðuð eru við magn matvæla (mg/kg) í mörk sem miðuð eru við stærð yfirborðs (mg/dm2) skal deila í hin fyrrnefndu með tölunni 6.


5. gr.

2. mgr. 10. gr. hljóðar svo:
Þegar heildarflæðimörk eru virt felur það í sér að sértækt flæði, sem kveðið er á um í 1. mgr. sé innan marka og þá er ekki skylt að sannprófun fari fram.


6. gr.

Viðauki 2 breytist á eftirfarandi hátt:
Skilgreining fyrir HM í 8. lið hljóðar svo:
HM = Leyfilegt hámarksmagn efnaleifa í efni eða hlut. Aðferð við greiningu á magni efnaleifanna skal vera almennt viðurkennd. Heimilt er að nota aðrar aðferðir með viðeigandi greiningarhæfni, þar til viðurkenndar aðferðir hafa verið þróaðar.

Eftirfarandi einliðum og öðrum grunnefnum er bætt inn í lista A eftir númeraröð:

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
13323
000102-40-9
1,3-bis(2-hýdroxýetoxý)bensen SFM = 0,05 mg/kg
16540
000102-09-0
Dífenýlkarbónat SFM = 0,05 mg/kg
18896
001679-51-2
4-(hýdroxýmetýl)-1-sýklóhexan SFM = 0,05 mg/kg
20440
000097-90-5
Metakrýlsýra, díester með etýlenglýkól SFM = 0,05 mg/kg
22775
000144-62-7
Oxalsýra SFM(H) = 6 mg/kg (29)
23070
000102-39-6
(1,3-fenýlendíoxý)díediksýra HMY = 0,05 mg/6 dm2

Fyrir eftirfarandi einliður og önnur grunnefni sem eru í lista A breytist eftirfarandi innihald undir dálkunum "CAS-númer" eða "Takmarkanir og/eða forskriftir":

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
11530
00999-61-1
Akrýlsýra, 2-hýdroxýprópýl ester HMY = 0,05 mg/6 dm2 fyrir summuna af akrýlsýru, 2-hýdroxýprópýl ester og akrýlsýru, 2-hýdroxýísóprópýl ester og í samræmi við þær forskriftir sem settar eru í viðauka 5.
13480
000080-05-7
2,2-bis(4-hýdroxýfenýl)própan SFM(H) = 0,6 mg/kg(28)
14950
003173-53-3
Sýklóhexýl ísósýanat HM(H) = 1 mg/kg í FE (gefið upp sem NCO) (26)
18898
000103-90-2
N-(4-hýdroxýfenýl)asetamíð SFM = 0,05 mg/kg
22150
000691-37-2
4-metýl-1-penten SFM = 0,05 mg/kg
22331
025513-64-8
Blanda af (35-45% w/w) 1,6-díamínó-2,2,4-trímetýlhexan og (55-65% w/w) 1,6-díamínó-2,4,4-trímetýlhexan HMY = 5 mg/6 dm2
22332
-
Blanda af (40% w/w) 2,2,4-trímetýlhexan-1,6-díísósýanat og (60% w/w) 2,4,4-trímetýlhexan-1,6-díísósýanat HM(H) = 1 mg/kg (gefið upp sem NCO) (26)
24190
065997-05-9
Rósín viður

Eftirfarandi einliðum og öðrum grunnefnum er eytt úr töflu B og bætt inn í töflu A eftir númeraröð:

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
10599/90A
061788-89-4
Fitusýrur, ómettaðar (C18), tvíliður, eimaðar HMY(H) = 0,05 mg/6 dm2 (27)
10599/91
061788-89-4
Fitusýrur, ómettaðar (C18), tvíliður, óeimaðar HMY(H) = 0,05 mg/6 dm2 (27)
10599/92A
068783-41-5
Fitusýrur, ómettaðar (C18), tvíliður, hertar, eimaðar HMY(H) = 0,05 mg/6 dm2 (27)
10599/93
068783-41-5
Fitusýrur, ómettaðar (C18), tvíliður, hertar, óeimaðar HMY(H) = 0,05 mg/6 dm2 (27)
14800
003724-65-0
Krótonsýra HMY(H) = 0,05 mg/6 dm2 (33)
16210
006864-37-5
3,3´-dímetýl-4-4´-díamínódísýklóhexýlmetan SFM = 0,05 mg/kg (32). Aðeins til notkunar í pólýamíð
17110
016219-75-3
5-etýldenbísýkló [2,2,1]hept-2-en HMY = 0,05 mg/6 dm2. Hlutfallið yfirborð/magn af matvælum skal vera lægra en 2 dm2/kg
18700
000629-11-8
1,6-hexandíól SFM = 0,05 mg/kg
21400
054276-35-6
Metakrýlsýra, súlfóprópýlester HMY = 0,05 mg/6 dm2

Eftirfarandi einliðum og öðrum grunnefnum er eytt úr lista A:

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
15370
003236-53-1
1,6-díamínó-2,2-4-trímetýlhexan HMY = 5 mg/6 dm2
15400
003236-54-2
1,6-díamínó-2,4-4-trímetýlhexan HMY = 5 mg/6 dm2


7. gr.

Viðauki 3 breytist á eftirfarandi hátt:
Liður 1 hljóðar svo:

1. Í þessum viðauka eru listar yfir:
a) efni sem er blandað í plast til að ná fram tæknilegum áhrifum í fullunninni vöru, þar á meðal fjölliður aukefna. Þeim er ætlað að vera til staðar í fullunnum efnum og hlutum;
b) efni sem eru notuð til að ná fram æskilegri fjölliðun;

Efnin í a) og b) lið eru hér eftir nefnd "aukefni".

Aukefnafjölliða merkir fjölliða og/eða ómeðhöndluð fjölliða (prepolymer) og/eða ólígómer sem má bæta í plast til að ná fram tæknilegum áhrifum. Þessar fjölliður má ekki nota án annarra fjölliða sem aðal byggingarefni fullunninna efna og hluta. Meðtalin eru efni sem er bætt í við fjölliðun.

Þessi listi nær ekki yfir:

a) efni sem hafa bein áhrif á myndun fjölliða;
b) litarefni;
c) leysiefni.

Eftirfarandi aukefni bætast við á lista A eftir númeraröð:

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
34850
143925-92-2
Amín, bis(hert fitu alkýl) oxað HM = Aðeins til notkunar í: a) pólýólefin við 0,1% (w/w), en ekki í LDPE þegar það er í snertingu við matvæli, þar sem leiðréttingarstuðullinn er minni en 3 skv. viðauka 8;
b) í PET við 0,25% (w/w) í snertingu við matvæli önnur en þau sem matvælahermir D er notaður fyrir í viðauka 8.
34895
000088-68-6
2-amínóbensamíð SFM = 0,05 mg/kg. Aðeins til notkunar í PET sem er ætlað fyrir vatn og aðra drykki.
39680
000080-05-7
2,2-bis(4-hýdroxýfenýl)própan SFM(H) = 0,6 mg/kg (28)
42880
008001-79-4
Laxerolía
45600
003724-65-0
Krótonsýra HMY(H) = 0,05 mg/6 dm2 (33)
45640
005232-99-5
2,-Sýanó-3,3-dífenýlakrýlsýra,etýl ester SFM = 0,05 mg/kg
46700
-
5,7-dí-tert-bútýl-3-(3,4- og 2,3-dí-metýlfenýl)-3H-bensófúran-2-on inniheldur: a) 5,7-dí-tert-bútýl-3-(3,4-dímetýlfenýl)-3H-bensófúran-2-on (80 – 100% w/w) og b) 5,7-dí-tert-bútýl-3-(2,3-dímetýl-fenýl)-3H-bensófúran-2-on (0 – 20% w/w) SFM = 5 mg/kg
46720
004130-42-1
2,6-dí-tert-bútýl-4-etýlfenól HMY = 4,8 mg/6 dm2
56535
-
Glýseról, ester með nónansýru
59280
000100-97-0
Hexametýlentetramín SFM(H) = 15 mg/kg (22) (gefið upp sem formaldehýð)
68078
027253-31-2
Neódekansýra, kóbalt salt SFM(H) = 0,05 mg/kg (gefið upp sem Neódekansýra) og SFM(H) = 0,05 mg/kg (14) (gefið upp sem kóbalt). Ekki til nota í fjölliður sem koma í snertingu við matvæli þar sem matvælahermir D hefur verið notaður skv. viðauka 8.
69920
000144-62-7
Oxalsýra SFM(H) = 6 mg/kg (29)
76866
-
Pólýester af 1,2-própandíól og/eða 1,3- og/eða 1,4-bútandíól og/eða pólýprópýlenglýkól með adipsýru, sem gæti verið með ediksýru eða fitusýru C12-C18 eða n-oktanól og/eða n-dekanól á endanum. SFM = 30 mg/kg
85601
-
Silíkat, náttúruleg (asbestos undanskilið)
95000
028931-67-1
Trímetýlólprópan trímetakrýlat-metýl metakrýl fjölliða

Fyrir eftirfarandi aukefni sem eru í lista A breytist eftirfarandi undir dálknum "Takmarkanir og/eða forskriftir":

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
36640
000123-77-3
Asódíkarbónamíð Aðeins til nota sem þanefni. Frá og með 2. ágúst 2005 er notkun efnisins bönnuð.
45450
068610-51-5
p-kresól-dísýklópentadíen-ísóbútýlen, fjölliða SFM = 5 mg/kg
77895
068439-49-6
Pólýetýlenglýkól (EO = 2-6) mónóalkýl (C16-C18) eter SFM = 0,05 mg/kg og í samræmi við þau skilyrði sem sett eru í viðauka 5.

Eftirfarandi aukefnum er eytt út af lista A:

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
56565
-
Glýseról, nónansýruesterar
67170
-
Blanda af (80 – 100% w/w) 5,7-dí-tert-bútýl-3-(3,4-dímetýlfenýl)-2(3H)-bensófúranón og (0 til 20% w/w)5,7-dí-tert-bútýl-3-(2,3-dí-metýlfenýl)-2(3H)-bensófúranon SFM = 5 mg/kg
76865
-
Pólýesterar af 1,2-própandíól og/eða 1,3- og/eða 1,4-bútandíól og/eða pólýprópýlenglýkól með adipínsýru, einnig með ediksýru eða fitusýrum (C10-C18) eða n-oktanól og/eða n-dekanól í endastöðu SFM = 30 mg/kg
85600
-
Silíköt, náttúruleg

Eftirfarandi aukefni bætast við á lista B eftir númeraröð:

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
34650
151841-65-5
Ál hýdroxýbis [2,2´]-metýlenbis (4,6-dí-tert-bútýlfenýl) fosfat SFM = 5 mg/kg
38000
000553-54-8
Bensósýra, litíum salt SFM(H) = 0,6 mg/kg(8) (gefið upp sem litíum)
40720
025013-16-5
Tert-bútýl-4-hýdroxýanísól (=BHA) SFM = 30 mg/kg
46640
000128-37-0
2,6-dí-tert-bútýl-p-krsól (=BHT) SFM = 3,0 mg/kg
54880
000050-00-0
Formaldehýð SFM(H) = 15 mg/kg (22)
55200
001166-52-5
Galleplasýra, dódekýl ester SFM(H) = 30 mg/kg (34)
55280
001034-01-1
Galleplasýra, oktýl ester SFM(H) = 30 mg/kg (34)
55360
000121-79-9
Galleplasýra, própýl ester SFM(H) = 30 mg/kg (34)
67896
020336-96-3
Mýristsýra, litíum salt SFM(H) = 0,6 mg/kg (8) (gefið upp sem litíum)
71935
007601-89-0
Perklórsýra, natríum salt mónóhýdrat SFM = 0,05 mg/kg (31)
76680
068132-00-3
Pólýsýklópentadíen, hert SFM = 5 mg/kg (1)
86480
007631-90-5
Natríum bísúlfíð SFM(H) = 10 mg/kg (30) (gefið upp sem SO2)
86920
007632-00-0
Natríum nítrit SFM = 0,6 mg/kg
86960
007757-83-7
Natríum súlfíð SFM(H) = 10 mg/kg (30) (gefið upp sem SO2)
87120
007772-98-7
Natríum þíósúlfat SFM(H) = 10 mg/kg (30) (gefið upp sem SO2)
94400
036443-68-2
Tríetýlenglýkól bis [3-(3-tert-bútýl-4-hýdroxý-5-metýlfenýl) própíónat] SFM = 9 mg/kg

Eftirfarandi aukefnum er eytt út af lista B:

Tilvísunar-
númer
CAS-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
46720
004130-42-1
2,6-dí-tert-bútýl-4-etýlfenól HMY = 4,8 mg/6 dm2
68078
027253-31-2
Neódekansýra, kóbalt salt SFM(H) =0,05 mg/kg (gefið upp sem Neódekansýra) og SFM(H) = 0,05 mg/kg (14) (gefið upp sem kóbalt). Ekki ætlað til notkunar í fjölliður í snertingu við matvæli þar sem matvælahermir D er notaður skv. viðauka 8.
95000
028931-67-1
Trímetýlólprópan trímetakrýl-metýl metakrýlat fjölliða


8. gr.

Viðauki 4 hljóðar svo:

VIÐAUKI 4
Vörur fengnar með gerjun.

Tilvísunar-
númer
Cas-númer
Efnaheiti
Takmarkanir og/eða forskriftir
18888
080181-31-3
3-hýdroxýbútansýra-3-hýdroxýpentansýra, fjölliða Í samræmi við forskriftir sem er mælt fyrir um í viðauka 5.


9. gr.

Viðauki 5B breytist á eftirfarandi hátt:
Fyrir efnin með tilvísunarnúmerin 16690 og 18888 breytist dálkurinn "Aðrar forskriftir" og tvö ný efni með tilvísunarnúmerin 11530 og 77895 bætast við eftir númeraröð:

Tilvísunar-
númer
Aðrar forskriftir
11530
Akrýlsýra, 2-hýdroxýprópýl ester.
Það má innihalda allt að 25% (m/m) af akrýlsýru, 2-hýdroxýísópópýl ester (CAS-númer 002918-23-2)
16690
Dívínýlbensen
Það má innihalda allt að 45% (m/m) Etýlvínýlbensen
18888
3-hýdroxýbútansýra-3-hýdroxýpentansýra, fjölliða

Skilgreining  Fjölliðurnar eru framleiddar með stýrðri gerjun með Alcaligenes eutrophus þar sem kolefnisgjafinn er blanda af glúkósa og própansýru. Lífveran sem er notuð er ekki erfðabreytt, heldur er hún komin af einni frumu af villigerð Alcaligenes eutrophus, stofni H16 NCIMB 10442. Frumstofn lífverunnar er geymdur frostþurrkaður í ampúlum. Unnið er með stofna sem fengnir eru frá frumstofninum, en þeir eru geymdir í fljótandi köfnunarefni og notaðir til að sá í gerjunartankinn. Sýni úr gerjunartanki eru rannsökuð daglega með smásjá og einnig er leitað eftir breytingum á lögun kólonía á mismunandi ætum og við mismunandi hitastig. Fjölliðurnar eru einangraðar úr hitameðhöndluðum gerlum með stýrðri sundrun á öðrum frumuhlutum, þvotti og þurrkun. Þessar fjölliður eru venjulega á formi samsettra korna, mótuðum úr bráðnu efni, sem innihalda aukefni á borð við kyrni (nucleating agents), mýkingarefni, fylliefni, varðveisluefni og litarefni sem öll samræmast almennum og einstökum forskriftum.- Efnaheiti Pólý(3-D-hýdroxýbútanat-co-3-D-hýdroxýpentanat)

- CAS-númer 080181-31-3

- Byggingarformúla
         CH3
          |
CH3   O   CH2    O
 |     ||     |     ||
(-O-CH-CH2-C)m-(O-CH-CH2-C-)n
þar sem n/(m + n) er stærra en 0
og minna eða jafnt 0,25

- Meðalmólþungi Ekki undir 150 000 Daltonum (mælt með gagnvökvaskiljun (gel permeation chromatography))

- Innihald  Ekki undir 98% pólý(3-D-hýdroxýbútanóat-co-3-D-hýdroxýpentanóat) greint eftir vatnsrof sem blanda af 3-D-hýdroxýbútansýru og 3-D-hýdroxýpentansýru

- Lýsing Hvítt eða beinhvítt duft að lokinni aðgreiningu frá öðrum efnum

- EiginleikarSanngreiningarprófanir:

- Leysni  Leysanleg í klóruðum kolvatnsefnum á borð við klóróform og díklórmetan, en nánast óleysanleg í etanóli, alifatískum alkönum og vatni
- Takmarkanir  HMY fyrir krótonsýru er 0,05 mg/6 dm2- Hreinleiki  Fyrir kyrningu skal fjölliðuduftið í hráefninu innihalda:
- Köfnunarefni  Ekki meira en 2500 mg/kg af plasti
- Sink  Ekki meira en 100 mg/kg af plasti
- Kopar  Ekki meira en 5 mg/kg af plasti
- Blý  Ekki meira en 2 mg/kg af plasti
- Arsen  Ekki meira en 1 mg/kg af plasti
- Króm  Ekki meira en 1 mg/kg af plasti
77895
Pólýetýlenglýkól (E0 = 2-6) mónóalkýl (C16-C18) eter.
Samsetning blöndunar er eftirfarandi:
- pólýetýlenglýkól (E0 = 2-6) mónóalkýl (C16-C18) eter (nákvæmlega 28%)
- fitualkóhól (C16-C18) (nákvæmlega 48%)
- etýlenglýkól mónóalkýl (C16-C18) eter (nákvæmlega 24%)


10. gr.

Viðauki 6 hljóðar svo:

VIÐAUKI 6
Merkingar talna sem eru gefnar í sviga
í dálkinum "Takmarkanir og/eða forskriftir".

1) Viðvörun: hætta er á að farið sé yfir SFM þegar um er að ræða fituríkan matvælahermi.
2) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 10060 og 23920, má ekki vera umfram takmörkunina.
3) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 15760, 16990, 47680, 53650 og 89440, má ekki vera umfram takmörkunina.
4) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 19540, 19960 og 64800, má ekki vera umfram takmörkunina.
5) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 14200, 14230 og 41840, má ekki vera umfram takmörkunina.
6) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 66560 og 66580, má ekki vera umfram takmörkunina.
7) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 30080, 42320, 45195, 45200, 53610, 81760, 89200 og 92030, má ekki vera umfram takmörkunina.
8) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 38000, 42400, 64320, 67896, 73040, 85760, 85840, 85920 og 95725, má ekki vera umfram takmörkunina.
9) Viðvörun: hætta er á að flæði efnisins rýri skynræna eiginleika matvælanna og því er einnig hætta á að fullunnin varan samræmist ekki 4. gr. reglugerðar nr. 537/1993 um efni og hluti sem ætlað er að snerta matvæli.
10) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 30180, 40980, 63200, 65120, 65200, 65280, 65360, 65440 og 73120, má ekki vera umfram takmörkunina.
11) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 45200, 64320, 81680 og 86800, má ekki vera umfram takmörkunina.
12) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 36720, 36800, 36840 og 92000, má ekki vera umfram takmörkunina.
13) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 39090 og 39120, má ekki vera umfram takmörkunina.
14) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 44960, 68078, 82020 og 89170, má ekki vera umfram takmörkunina.
15) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 15970, 48640, 48720, 48880, 61280, 61360 og 61600, má ekki vera umfram takmörkunina.
16) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 49600, 67520 og 83599, má ekki vera umfram takmörkunina.
17) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 50160, 50240, 50320, 50360, 50400, 50480, 50560, 50640, 50720, 50800, 50880, 50960, 51040 og 51120, má ekki vera umfram takmörkunina.
18) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 67600, 67680 og 67760 má ekki vera umfram takmörkunina.
19) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 60400, 60480 og 61440, má ekki vera umfram takmörkunina.
20) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 66400 og 66480, má ekki vera umfram takmörkunina.
21) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 93120 og 93280, má ekki vera umfram takmörkunina.
22) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 17260, 18670, 54880 og 59280 má ekki vera umfram takmörkunina.
23) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 13620, 36840, 40320 og 87040, má ekki vera umfram takmörkunina.
24) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 13720 og 40580, má ekki vera umfram takmörkunina.
25) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 16650 og 51570, má ekki vera umfram takmörkunina.
26) HM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 14950, 15700, 16240, 16570, 16600, 16630, 18640, 19110, 22332, 22420, 22570, 25210, 25240 og 25270, má ekki vera umfram takmörkunina.
27) HMY(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 10599/90A, 10599/91, 10599/92/A og 10599/93, má ekki vera umfram takmörkunina.
28) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 13480 og 39680, má ekki vera umfram takmörkunina.
29) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 22775 og 69920 má ekki vera umfram takmörkunina.
30) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 86480, 86960 og 87120, má ekki vera umfram takmörkunina.
31) Þegar um er að ræða snertingu við fitu skal framkvæma flæðipróf með matvælahermi úr mettaðri fitu eins og matvælahermir D.
32) Þegar um er að ræða snertingu við fitu skal framkvæma flæðipróf með því að nota ísoktan sem efnahóp í matvælahermi D (óstöðugt).
33) HMY(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 14800 og 45600, má ekki vera umfram takmörkunina.
34) SFM(H) í þessu sérstaka tilviki merkir að summan af flæði eftirfarandi efna, sem eru tilgreind með tilvísunarnúmerum 55200, 55280 og 55360, má ekki vera umfram takmörkunina.


11. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 18. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995 sbr. lög um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum og til innleiðingar á tilskipun 2004/1/EB og tilskipun 2004/19/EB um breytingu á tilskipun 2002/72/EB hvað varðar takmörkun á notkun á efninu asódíkarbónamíð sem þanefni, sem vísað er til í 54. zzb. tl. XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 124 frá 24. september 2004.


Umhverfisráðuneytinu, 13. maí 2005.

F. h. r.
Magnús Jóhannesson.
Sigríður Auður Arnardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica