Sjávarútvegsráðuneyti

396/2005

Reglugerð um úthafsrækjuveiðisvæði og notkun seiðaskilju við rækjuveiðar. - Brottfallin

1. gr.

Skipum sem heimild hafa til veiða á úthafsrækju er heimilt að stunda veiðar á rækju utan viðmiðunarlínu sbr. lög nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með eftirfarandi takmörkunum:

1. Fyrir Suðurlandi eru allar rækjuveiðar bannaðar á svæði milli 14°30´V og 23°00´V allt árið.
2. Við Eldey eru rækjuveiðar bannaðar á svæði sem að sunnan markast af línu sem dregin er réttvísandi 245° frá Reykjanesaukavita. Að vestan markast svæðið af 23°40¢V og að norðan af 64°05¢N.
3. Fyrir Vesturlandi austan 25°30¢V milli 64°00¢N og 65°30¢N eru úthafsrækjuveiðar bannaðar öllum skipum sem eru 36 metrar að mestu lengd eða lengri. Þó er skipum með aflvísi 2500 eða lægri, heimilt að stunda veiðar á svæðinu.
4. a. Fyrir Norðurlandi á svæði milli 21°10´V og 18°00´V innan línu sem dregin er í 6 sjómílna fjarlægð frá viðmiðunarlínu eru úthafsrækjuveiðar bannaðar allt árið öllum skipum sem eru 36 metrar að mestu lengd eða lengri og skipum með aflvísi 2000 eða hærri.
b. Fyrir Norðurlandi á svæði frá línu sem dregin er réttvísandi norður frá Horni að 18°00´V sunnan 66°40´N eru úthafsrækjuveiðar bannaðar, öllum skipum sem eru 36 metrar að mestu lengd eða lengri á tímabilinu 15. júní til 15. september ár hvert. Þó er skipum með aflvísi 2000 eða lægri, heimilt að stunda veiðar sunnan línunnar, sbr. þó a-lið.
c. Fyrir Norðurlandi á svæði milli 18°00´V og 16°00´V sunnan 66°40´N eru úthafsrækjuveiðar bannaðar öllum skipum sem eru 36 metrar að mestu lengd eða lengri á tímabilinu 15. júní til 15. september ár hvert. Þó er skipum með aflvísi 2000 og lægri, heimilt að stunda veiðar sunnan línunnar.


2. gr.

Þrátt fyrir 1. gr. eru rækjuveiðar á utanverðum Húnaflóa heimilar bátum sem eru 26 metrar að mestu lengd eða styttri og bátum með aflvísi 850 og lægri frá og með 15. mars til og með 15. október ár hvert, utan línu sem dregin er milli eftirgreindra staða: Selskers, Gjögurs, Kálfshamars, Rifsness og Ásbúðarrifs.


3. gr.

Skylt er við rækjuveiðar á svæði sem skilgreint er í 1.-2. gr. að nota seiðaskilju við veiðarnar.

Seiðaskilja skal þannig gerð að bil milli rimla skal mest vera 22 mm. Skiljunni skal komið fyrir í belg vörpunnar með u.þ.b. 45-50 gráðu halla þannig að neðri kantur skiljunnar nái lengra fram. Skiljan skal fylla út í belginn og skulu allir jaðrar hennar festir við netið í belgnum. Á efra byrði vörpunnar fyrir framan skiljuna skal vera gat þar sem fiskur skilst út.


4. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum skv. lögum nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.


5. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til þess að öðlast gildi 26. apríl 2005 og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt er frá sama tíma felld úr gildi reglugerð nr. 304, 3. maí 1999, um úthafsrækjuveiðisvæði og notkun seiðaskilju við rækjuveiðar.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 22. apríl 2005.

F. h. r.
Vilhjálmur Egilsson.
Þórður Eyþórsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica