Umhverfisráðuneyti

191/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla. - Brottfallin

1. gr.

Eftir 3. málsl. í 2. tölulið viðauka 9 bætist nýr málsliður sem orðast svo:

Framangreind ákvæði um ósekkjaða og ópakkaða vöru í fljótandi eða föstu formi eiga þó ekki við um sjóflutning á hrásykri og fljótandi fitum og olíum, samkvæmt því sem fram kemur í viðauka 10.

2. gr.

Við reglugerðina bætist nýr viðauki, viðauki 10, sem orðast svo:

Viðauki 10.

Nánari ákvæði um flutninga.

A. Um sjóflutning á hrásykri.

 1. Að eftirfarndi skilyrðum uppfylltum er leyfilegt að flytja hrásykur, sem aðeins á að nota sem matvæli eða sem hráefni í matvæli að undangenginni hreinsun, í ílátum, gámum eða tönkum sem ekki eru eingöngu ætluð fyrir matvæli:

a) ílát, gáma og tanka skal hreinsa vandlega áður en þau eru notuð undir hrásykurfarm;

b) síðasti farmur má ekki hafa verið vökvi.

 2. Matvælafyrirtæki sem ber ábyrgð á flutningi hrásykursins skal skrá nákvæma lýsingu á síðasta farmi sem fluttur var í ílátunum, gámunum eða tönkunum. Einnig skal skrá hvernig staðið var að hreinsun þeirra og hversu árangursrík hreinsunin var.

Skjöl þessa efnis skulu fylgja farminum til sykurhreinsunarstöðvar og skal afriti af þeim haldið eftir þar. Á skjölunum skal eftirfarandi merking einnig koma fram, á einu eða fleiri tungumálumEES ríkjanna: Þessa vöru þarf að hreinsa áður en hún er notuð til manneldis.

Ef beiðni um slíkt kemur fram ber þeim aðila sem er ábyrgur fyrir flutningi og/eða hreinsun hrásykursins að afhenda opinberum eftirlitsaðila ofangreind skjöl.

 3. Hrásykur, sem fluttur er með framangreindum hætti, skal gangast undir fullnægjandi hreinsun áður en hann er notaður til manneldis.

Matvælafyrirtæki sem ber ábyrgð á flutningi og hreinsun hrásykursins skal líta á hreinsun íláta, gáma og tanka sem þýðingarmikinn þátt í öryggi og gæðum sykursins.

B. Um sjóflutning á fljótandi fitum og olíum.

 1. Að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum eru sjóflutningar, á fljótandi fitum og olíum sem meðhöndla á frekar og eru ætlaðar eða líklegt er að verði notaðar til manneldis, leyfilegir í tönkum sem ekki eru einvörðungu ætlaðir til flutninga á matvælum:

a) ef fitan eða olían er flutt í tanki úr ryðfríu stáli eða tanki sem er klæddur að innan með epoxýresíni eða efni, sem er tæknilega sambærilegt, skal sá farmur sem síðast var fluttur vera matvæli eða farmur úr listanum yfir leyfilega fyrri farma

b) ef fitan eða olían er flutt í tanki úr öðrum efnum en þeim sem um getur í a-lið skal sá farmur, sem fluttur var í tönkunum þrjú næstu skipti á undan, vera matvæli eða farmur úr listanum yfir leyfilega fyrri farma.

 2. Að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum eru sjóflutningar, á fljótandi fitum og olíum sem ekki á að meðhöndla frekar og eru ætlaðar eða er líklegt að verði notaðar til manneldis, leyfilegir í tönkum sem ekki eru einvörðungu ætlaðir til flutninga á matvælum:

a) að tankurinn sé úr ryðfríu stáli eða klæddur að innan með epoxýresíni eða efni sem er tæknilega sambærilegt;

b) að sá farmur, sem fluttur var í tönkunum þrjú næstu skipti á undan, hafi verið matvæli.

 3. Skipstjóri sem flytur fljótandi fitur og olíur sem eru ætlaðar eða líklegt er að verði notaðar til manneldis, skal hafa undir höndum skjalfestar upplýsingar um þann farm sem var fluttur í viðkomandi tönkum þrjú næstu skipti á undan og skilvirkni þeirra hreinsunaraðgerða sem fóru fram milli þessara farmflutninga.

 4. Hafi farmi verið umskipað skal skipstjóri á móttökuskipinu hafa undir höndum, til viðbótar við upplýsingarnar í tölulið 3, nákvæmar skjalfestar upplýsingar þess efnis að flutningur á fljótandi fitum og olíum hafi verið í samræmi við ákvæði í töluliðum 1 eða 2 hér að framan meðan á fyrri flutningi stóð.

 5. Ef beiðni um slíkt kemur fram ber skipstjóra skipsins að láta opinberum eftirlitsaðila í té skjalfestu upplýsingarnar sem lýst er í töluliðum 3 og 4.

 

 

Listi yfir leyfilega fyrri farma.

Efni

CAS- númer

Ediksýra - (etansýra)

64-19-7

Aseton - (própanon; dímetýlketon)

67-64-1

Súrar olíur og fitusýrueimi - úr jurtaolíum og fitum og/eða blöndum

 

þeirra, svo og fita og olíur af dýrum.

 

Ammóníumhýdroxíð - (ammóníumhýdrat; ammóníakslausn; ammóníaksvatn)

1336-21-6

Olíur og fitur unnar úr dýrum og jurtum (þó ekki olía úr kasúhnetum og hrá furuolía)

 

Bývax

8012-89-3

Bensýlalkóhól (aðeins NF og hreinleiki hvarfefna)

100-51-6

Bútýlasetöt: n-bútýlasetat

123-86-4

sec-bútýlasetat

105-46-4

tert-bútýlasetat

540-88-5

Kalsíumklóríðlausn

10043-52-4

Kalsíumlignósúlfónat

 

Kandelillavax

8006-44-8

Karnaubavax - (Brasilíuvax)

8015-86-9

Sýklóhexan - (hexametýlen; hexanaften; hexalhýdróbensen)

110-82-7

Sýklóhexanól - (hexahýdrófenól)

108-93-0

Epoxuð sojabaunaolía (oxíran-súrefnisinnihald minnst 7%)

8013-07-8

Etanól - (etýlalkóhól)

64-17-5

Etýlasetat - (ediksýruetýlester)

141-78-6

2-etýlhexanól - (2-etýlhexýlalkóhól)

104-76-7

Fitusýrur

 

Smjörsýra - (bútansýra)

107-92-6

Valerínsýra - (pentansýra)

109-52-4

Kaprónsýra - (hexansýra)

142-62-1

Heptansýra

111-14-8

Kaprýlsýra - (oktansýra)

124-07-2

Pelargónsýra - (nónansýra)

112-05-0

Kaprínsýra - (dekansýra)

334-48-5

Lárínsýra - (dódekansýra)

143-07-7

Efni

CAS- númer

Láróleínsýra - (dódekensýra)

4998-71-4

Mýristínsýra - (tetradekansýra)

544-63-8

Mýristóleínsýra - (tetradekensýra)

544-64-9

Palmitínsýra - (hexadekansýra)

57-10-3

Palmitóleínsýra - (cis-9-hexadekensýra)

373-49-9

Sterínsýra - (oktadekansýra)

57-11-4

Rísínólsýra - (cis-12-hýdroxýoktadek-9-ensýra)

141-22-0

Olíusýra - (oktadekensýra)

112-80-1

Línólsýra - (9,12-oktadekadíensýra)

60-33-3

Línólensýra - (9,12,15-oktadekatríensýra)

463-40-1

Arakínsýra - (eikósansýra)

506-30-9

Behensýra - (dókósansýra)

112-85-6

Erúkasýra - (cis-13-dókósensýra)

112-86-7

Fitualkóhól - náttúrleg alkóhól

 

Bútýlalkóhól - (1-bútanól)

71-36-3

Kapróýlalkóhól - (1-hexanól)

111-27-3

Enantýlalkóhól - (1-heptanól)

110-70-6

Kaprýlalkóhól - (1-oktanól)

111-87-5

Nónýlalkóhól - (1-nónanól)

143-08-8

Dekýlalkóhól - (1-dekanól)

112-30-1

Lárýlalkóhól - (1-dódekanól)

112-53-8

Trídekýlalkóhól - (1-trídekanól)

27458-92-0

Mýristýlalkóhól - (1-tetradekanól)

112-72-1

Setýlalkóhól - (1-hexadekanól)

36653-82-4

Sterýlalkóhól - (1-oktadekanól)

112-92-5

Óleýlalkóhól - (oktadekanól)

143-28-2

Lárýlmýristýlalkóhól - (blanda af C12-C14)

 

Setýlstearýlalkóhól - (blanda af C16-C18)

 

Fitusýruesterar - allir esterar myndaðir með samsetningu einhverrar af framangreindum

 

fitusýrum og einhvers af framangreindum fitualkóhólum. Dæmi: bútýlmýristat,

 

óleýlpalmítat og setýlsterat

 

Metýlesterar af fitusýrum

 

Dódekansýrumetylester - (metýldódekanat)

111-82-0

Hexadekansýrumetylester - (metýlhexadekanat)

112-39-0

Oktadekansýrumetylester - (metýloktadekanat)

112-61-8

Oktadekensýrumetylester - (metýloktadekenat)

112-62-9

Maurasýra - (metansýra)

64-18-6

Glýseról - (própantríól, glýserín)

56-81-5

Glýkól

 

Bútandíól: 1,3-bútandíól

107-88-0

- 1,4-bútandíól

110-63-4

- 2,3-bútandíól

513-85-9

Pólýprópýlenglýkól (mólþungi yfir 400)

25322-69-4

Própýlenglýkól - (1,2 própýlenglýkól; 1,2-própandíól; 1,2-díhýdroxýprópan;

57-55-6

mónóprópýlenglýkól (MPG); metýlglýkól)

 

1,3-própýlenglýkól - (trímetýlenglýkól; 1,3-própandíól)

504-63-2

n-heptan

142-82-5

n-hexan: hreint

110-54-3

 til iðnaðar (teknískt)

64742-49-0

Ísóbútýlalkóhól - (2-metýl-1-própanól)

78-83-1

Ísóbútýlasetat - (ediksýruísóbútýlester)

110-19-0

Efni

CAS- númer

Ísódekýlalkóhól - (ísódekanól)

25339-17-7

Ísónónýlalkóhól - (ísónónanól)

27458-94-2

Ísóoktýlalkóhól - (ísóoktanól)

26952-21-6

Ísóprópýlalkóhól - (IPA; 2-própanól; ísóprópanól)

67-63-0

Límónen - (dípenten)

138-86-3

Magnesíumklóríðlausn

7786-30-3

Metanól - (metýlalkóhól)

67-56-1

Bútanon - (metýletýlketon)

78-93-3

4-metýl-2-pentanon - (metýlísóbútýlketon)

108-10-1

Metýl-tert.-bútýleter - (MTBE)

1634-04-4

Kísill (míkró)

7631-86-9

Melassi

57-50-1

Montanvax

8002-53-7

Nónan

111-84-2

Paraffín (neysluhæft hvað hreinleika varðar)

 

Pentan

109-66-0

Fosfórsýra - (ortófosfórsýra)

7664-38-2

Drykkjarhæft vatn (ef farmur sem fluttur var næst þar á undan er á þessum lista)

 

Kalíumhýdroxíð

1310-58-3

Própýlasetat - (ediksýruprópýlester)

109-60-4

Natríumhýdroxíð - (vítissódi)

1310-73-2

Sorbítól - (D-sorbítól)

50-70-4

Brennisteinssýra

7664-93-9

Þvagefnisammóníumnítratlausn - (UAN)

 

Víndreggjar

868-14-4

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð 18. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli. Einnig var höfð hliðsjón af ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í XII. kafla, II. viðauka, tilskipanir 96/3/EB og 98/28/EB. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 10. mars 1999.

Guðmundur Bjarnason.

Sigurbjörg Sæmundsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica