Sjávarútvegsráðuneyti

42/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 849, 14. desember 1999 um eftirlit með innflutningi sjávarafurða. - Brottfallin

1. gr.

Í stað 22. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein er orðast svo:

Leiði eftirlit skv. 14. og 15. gr. í ljós að vörur frá þriðju ríkjum uppfylla ekki innflutningsskilyrði, má aðeins flytja þær til vörugeymslu farmflytjanda, almennrar tollvörugeymslu eða frísvæðis að uppfylltum skilyrðum 2.-10. mgr. þessarar greinar.

Innflutningur má ekki hafa verið bannaður frá viðkomandi þriðja ríki.

Eftirlitsmaður skal gefa út viðauka F skjal þegar vörusending eða hluti sendingar, sem ekki uppfyllir innflutningsskilyrði, er flutt til vörugeymslu farmflytjanda beint frá landamærastöð eða með viðkomu í viðurkenndri forðageymslu farmflytjanda. Þá skal frumrit viðauka F skjals auk afrit viðauka B skjals fylgja vörusendingunni.

Eftirlitsmaður á landamærastöð skal ganga úr skugga um að flytja eigi vörusendingu skv. 1. mgr. í viðurkennda vörugeymslu skv. ákvæði 9. mgr. Jafnframt skal hann tilkynna eftirlitsaðila um komu vörusendingar í gegnum Animo netkerfið.

Eftirlitsmaður skal taka afrit af upphaflegu heilbrigðisvottorði meðfylgjandi vörusendingunni og varðveita á landamærastöð, en frumrit skal fylgja vörusendingunni.

Flutningur vörusendinga skal fara fram í samræmi við 19. gr. Flutningstæki sem notuð eru skal þrífa og sótthreinsa að lokinni notkun.

Eftirlitsmaður sem ábyrgð ber á viðurkenndri vörugeymslu skal framkvæma skoðun skv. 1. tl. 14. gr. við komu vörusendingar og 2. tl. 14. gr. og 3. tl. 14. gr. ef við á, meðan á geymslu stendur. Þá skal eftirlitsmaður staðreyna uppruna og ákvörðunarstað vörusendingar, áður en hann heimilar flutning úr geymslunni. Merkja skal sérstaklega hverja pakkningu í vörusendingu skv 1. mgr. með tilvísunarnúmeri sem vísar til vottorðs viðauka B skjals. Óheimilt er að rjúfa umbúðir afurða í vörusendingu, sé sendingunni skipt í fleiri en einn hluta.

Leiði eftirlit í ljós að innflytjandi hafi gefið rangar upplýsingar um vöru eða ákvörðunarstað hennar skal honum gert að farga vörunum í samræmi við 30. gr.

Vörugeymsla skal vera viðurkennd af eftirlitsaðila og búin öllum nauðsynlegum búnaði þ.m.t. faxtæki og síma til notkunar fyrir eftirlitsaðila. Geymslan skal vera aflokuð og inn- og útkeyrslur undir stöðugu eftirliti. Geymslan skal uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til slíks húsnæðis.

Halda skal skrá um daglega komu og brottför vörusendinga til og frá geymslunni. Þar skal koma fram vörutegund, magn, nafn og heimilisfang móttakanda. Að auki skulu koma fram aðrar þær upplýsingar sem tilgreina ber í viðauka F skjali. Skrárnar skal varðveita í a.m.k. 3 ár.

Vörur sem ekki uppfylla innflutningsskilyrði má aðeins flytja frá geymslu ef þær á að flytja til þriðja ríkis og skal þá flutningur fara fram í samræmi við 21. gr., til tollfrjálsrar forðageymslu sbr. 23. gr. eða þær á að flytja til förgunar og skulu þær þá áður gerðar óhæfar til neyslu.

Komi vörusending ekki fram á móttökustað innan 30 daga skal tilkynna það tollayfirvöldum og fara fram á rannsókn á ástæðum þess.


2. gr.

Við reglugerðina bætist viðauki F í samræmi við viðauka þessarar reglugerðar.


3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 55/1998, um meðferð, vinnslu og dreifingu sjávarafurða, með síðari breytingum.

Við gerð þessarar reglugerðar var höfð hliðsjón af tilskipun ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 89/662, með síðari breytingum, tilskipun ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 90/425, með síðari breytingum, tilskipun ráðherraráðs Evrópusambandsins nr. 97/78, ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 92/525, ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 93/13, með síðari breytingum, ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 93/14, ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 93/352, ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 94/360 með síðari breytingum og ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 00/571 með síðari breytingum.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.


Sjávarútvegsráðuneytinu, 10. janúar 2001.

Árni M. Mathiesen.
Þorsteinn Geirsson.

VIÐAUKI
HEILBRIGÐISVOTTORÐ
(VETERINARY CERTIFICATE)
Tilvísunarnúmer:
(Reference number)

Heilbrigðisvottorð meðfylgjandi vörusendingu sem flutt er frá viðurkenndri vörugeymslu, tollvörugeymslu eða frísvæði eða birgðahaldara beint um borð í skip eða með viðkomu í viðurkenndri forðageymslu farmflytjanda.
Veterinary Certificate to accompany consignments of products from a warehouse approved under Article 12(4)(b) or an operator authorised under Article 13(1) of Directive 97/78/EC directly to a vessel or via a specially approved warehouse (referred to in Article 13(2) (a) of Directive 97/78/EC) for provisioning in accordance with Commission Decision 2000/571/EC.

1. Uppruni (Vörugeymsla eða landamærastöð sem varan er send frá).
Origin (warehouse or border inspection post dispatching products).
Heimilisfang og leyfisnúmer á upprunalegri geymslu í EES/nafn og heimildarnúmer á viðurkenndri forðageymslu farmflytjanda (ef við á):
Address and approval number of warehouse of origin in the EC/name of border inspection post of dispatch/identity and authorised number of Article 13 warehouse (as applicable): ....................................................................................................................................................

2. Ákvörðunarstaður vöru
Destination of the products.
Nafn skips: ......................................................................................................................................
(Vessel name)
Heimahöfn skips: ..........................................................................................................................
(Port where vessel berthed)
Höfn, og leyfisnúmer á viðurkenndri forðageymslu farmflytjanda (ef við á):
Port, and approval number of specially approved storage premises (if to be used):..............................................................................................................................................


3. Upplýsingar um vörusendingu
Details of the consignment dispatched
Dags. vörusendingar: .......................................................................................................................
(Date of dispatch of products):
Vörutegund
(Product type)
Upprunaland
(Country of origin)
Stykkjafjöldi
(Number of packages)
Þyngd
(Weight)
Fjöldi útgefinna heilbrigðisvottorða.
Number of the certificate of origin (Article 5(1) of Directive 97/78/EC)
Brúttó
(Gross)
Nettó
(Net)

4. Staðfesting
Attestation
Undirritaður staðfestir að flytja megi ofangreindar vörur til ofangreinds skips eða birgðageymslu farmflytjanda, skv. 22. gr. reglugerðar nr. 849/1999, um eftirlit með innflutningi sjávarafurða, með síðari breytingum.
I certify that the products described above, are authorised to be dispatched to the vessel or warehouse specified above in accordance with Article 13 (2) (a) of Directive 97/78/EC.

Gert ................................................................
(Done at) (Staður)
(Place)
Þann ......................................................
(On) (dags.)
(Date)
Stimpill
(Stamp)
……………………………..
(Undirritun eftirlitsmanns)
(Signature of official veterinarian)
………………………………
(Nafn með hástöfum, starfsheiti)
(Name in capital letters, qualification and title)

5. Staðfesting á komu vörusendingar
Confirmation of arrival of consignment
Undirritaður staðfestir afhendingu vörusendingar sbr. tölulið 3, með skipi sbr. tölulið 2.
(I confirm delivery of the consignment specified in section 3, as stored on board the vessel specified in section 2).

Gert ................................................................
(Done at) (Staður)
(Place)
Þann ......................................................
(On) (dags.)
(Date)
Stimpill
(Stamp)
……………………………..
(Undirritun eftirlitsmanns)
(Signature of official veterinarian)
………………………………
(Nafn með hástöfum, starfsheiti)
(Name in capital letters, qualification and title)

Þetta vefsvæði byggir á Eplica