1 . gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um alisvín (Sus scrofa).
Aðbúnaði svína og meðferð skal haga þannig að þörfum þeirra og eðli sé fullnægt að svo miklu leyti sem kostur er, og þess gætt að þau þjáist ekki að nauðsynjalausu.
Áður en ráðist er í að byggja svínahús eða gera verulegar breytingar á svínahúsum, sem fyrir eru, skal dýralæknir svínasjúkdóma fá byggingateikningar til umsagnar og framkvæmdir mega ekki hefjast fyrr en samþykki hans liggur fyrir. Úrskurði þessum má skjóta til landbúnaðarráðherra til endanlegrar ákvörðunar að fengnu áliti yfirdýralæknis.
Sækja þarf um starfsleyfi skv. 8. gr. áður en svín eru sett inn í nýtt eða verulega breytt húsnæði.
2. gr.
Yfirstjórn o. fl.
Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn þeirra mála sem reglugerð þessi tekur til. Yfirdýralæknir skal vera ráðherra til aðstoðar og ráðuneytis og hafa undir sinni stjórn dýralækni svínasjúkdóma, sem starfar samkvæmt erindisbréfi og skal í samvinnu við héraðsdýralækna, sinna vörnum, sjúkdómsgreiningu og reglubundnu eftirliti varðandi svínasjúkdóma. Þar til ráðinn hefur verið sérstakur dýralæknir svínasjúkdóma skal yfirdýralæknir annast skyldur hans skv. reglugerð þessari.
Dýralæknir svínasjúkdóma skal, með almennri fræðslu og leiðbeiningastarfi, leitast við að auka skilning manna á svínasjúkdómum, vörnum gegn þeim og því tjóni, sem þeir Beta valdið.
Dýralæknir svínasjúkdóma skal halda skrá yfir öll svínabú sem stunda framleiðslu á almennan markað. Þar skal tilgreind stærð, aðstaða, útbúnaður, umhirða og framleiðslugeta.
Dýralæknir svínasjúkdóma, héraðsdýralæknar eða fulltrúar þeirra, skulu hafa frjálsan aðgang að svínabúum og er rekstaraðilum skylt að veita þessum aðilum altar nauðsynlegar upplýsingar um búreksturinn. Altar slíkar upplýsingar skal farið með sem trúnaðarmál svo að rýri ekki hagsmuni einstakra framleiðenda.
Yfirdýralæknir lætur í té eftirtalin gögn sem skylt er að nota við framkvæmd þessarar reglugerðar:
1. Eyðublað við skoðun á svínabúi.
2. Eyðublað fyrir upplýsingar um rannsóknarsýni.
3. Heilbrigðiskort.
4. Eyðublað fyrir skráningu sjúkdóma í sláturhúsi.
5. Aðvörunar- og leiðbeiningaskilti.
3. gr.
Umhverfi.
Við aðkomu að athafnasvæði svínabúa, og inngang í hvert svínahús, skal vera aðvörunar- og leiðbeiningaskilti. Umhverfi húsanna skal vera þurrt og þrifalegt til varnar því að óhreinindi og smitefni berist inn í húsin. Steypt stétt, eða varanlegt slitlag, með niðurfalli skal vera við dyr þar sem afhending dýra fer fram. Varanlegt slitlag skal vera við fóðurtanka.
Óviðkomandi aðilum skal bannaður aðgangur að svínabúi. Aðilar sem vegna starfs síns þurfa að fara á milli svínabúa skulu sýna sérstaka aðgát til að koma í veg fyrir að smitsjúkdómar berist milli búa. Þetta á einnig við um þá sem stunda fóðurflutninga, flutning sláturgripa og lífdýra og aðra sem nýlega hafa heimsótt svínabú eða búfjársýningar erlendis.
Starfsfólk sem kemur frá útlöndum skal fara í læknisskoðun áður en það hefur störf á svínabúi.
Tryggt skal að annað búfé, hundar og kettir hafi ekki aðgang að svínahúsum. Á öllum svínabúum skal vera nægjanlegt rými í yfirbyggðum hauggeymslum fyrir 6 mánaða haug.
4. gr.
Húsnæði o. fl.
Í fordyri hvers húss skal vera vaskur, heitt og kalt rennandi vatn, fljótandi sápa og sérstök geymsla fyrir hlífðarföt og skófatnað. Í fordyri skal samgangur við umhverfi svínahússins rofinn með því að skipta um skófatnað eða hann sótthreinsaður. Sérstakur bakki með sótthreinsandi efni, sem stigið skal ofaní við inngöngu skal vera fyrir hendi, svo og sérstakur hlífðarfatnaður fyrir dýralækna og gesti.
Gangar og dyr svínahúsa skulu þannig gerð og staðsett að fljótlegt sé að koma dýrunum út í neyðartilfellum. Auðvelt skal vera að sleppa dýrunum lausum úr stíum og básum. Fleiri en ein leið skal vera fær út úr hverju húsi.
Í húsum, þar sem svín eru höfð, skal þess gætt að loftræsting sé ávallt góð, án þess að dragsúgur myndist.
Í svínahúsum skal koltvísýringur (CO2) ekki fara yfir 3500 ppm, ammoníak (NH3) ekki yfir 25 ppm og brennisteinsvetni (H2S) ekki yfir 0,5 ppm. Sýnataka skal fara fram samkvæmt viðurkenndum reglum. Dýralæknir svínasjúkdóma skal hafa nákvæma mæla til að mæla þessi efni.
Hitastig í svínahúsum skal vera sem hér segir (°C):
Gyltuhús 15°-22°
Gylta með grísi 17°-22°
Grísir frá fæðingu og fram að fráfærum 32°-26° (stiglækkandi)
Fráfærugrísir eldri en 4ra vikna: 28°-20° (stiglækkandi)
Slátursvín: 18°-22°
Fullvaxin svín: 17°-22°
Rakastig skal vera á bilinu 60-80%.
Fullgildir raka- og hitamælar skulu vera í öllum deildum svínabúsins, staðsettir í um 1.5 2.0 m hæð frá gólfi og þess gætt að ekki leiki um þá trekkur.
Gengið skal þannig frá háhitabúnaði að svínin komist ekki í beina snertingu við hann. Ljós skal vera hjá svínunum minnst 8 klst. á dag og slökkt 7 klst. á nóttu. Ljósstyrkur skal vera á bilinu 10-20 lux, en hann skal vera hægt að auka við gegningar og þegar nauðsynlegt er að skoða dýrin.
Hús, sem svín eru höfð í og fóðurgeymslur skulu vera meindýraheld. Ekki má hafa önnur dýr en svín í húsunum.
Þar sem loftræstikerfi er í svínahúsum skulu afköst þess vera eftirfarandi (m3/klst./grip):
Sumar: Vetur:
Geldgyltur: 80 12
Gyltur með grísi: 200 20
Grísir < 50 kg: 20 5
Sláturgrísir (50-90 kg): 50 10
Fari loftræstikerfi úr lagi, skal án tafar vera unnt að grípa til neyðarloftræstingar (t.d. opnanlegar einingar). Á búum þar sem eru fleiri en 30 fullorðin svín skal auk þess vera vararafstöð og eldsneyti á hang er dugir til að sjá búinu fyrir rafmagni er þarf til eðlilegs rekstrar í a.m.k. 5 sólarhringa.
Afgirt aðstaða skal vera út frá svínahúsinu ef hleypa á svínunum út þegar aðstæður leyfa.
5. gr. Stíur o. fl.
Allar stíur, fóðrunar- og brynningarbúnaður, skal gerður úr efnum sem auðvelt er að þrífa og sótthreinsa. Hvergi mega vera hvassar brúnir og ekki má berg efni, sem valdið geta eitrunum, á fleti sem svínin ná til.
Innréttingar skulu vera þannig gerðar að dýrin geti hreyft sig eðlilega. Gólf skulu vera slétt en ekki hál.
Í hverri stíu skal vera sérstakt legurými, sérstök fóðrunar- og brynningaraðstaða og sérstakur flór. Stíu skal halda þurri og hreinni og hún skal vera nægilega stór til að öll dýrin geti legið samtímis. Tryggt skal að ekki myndist dragsúgur gegnum gólfristar þar sem þar eru. Heil gólf skal einangra. Auðvelt skal vera að þrífa saur og þvag úr flór. Þannig skal gengið frá fóðrunar- og brynningarbúnaði að svínin geti étið og drukkið í eðlilegri stöðu. Þar sem gyltur eru saman í stíu skal vera fóðrunarbás fyrir hverja gyltu. Í smágrísa- og eldisstíum skulu vera a.m.k. tveir vatnsnipplar.
Ávallt skal gengið þannig frá umhverfi dýranna að dýrin meiðist ekki, geti legið og teygt úr sér, staðið upp og lagst á eðlilegan hátt.
Í gotstíum skal vera sérstakur staður fyrir grísina þar sem þeir eru óhultir fyrir gyltunni. Sá staður skal hafa sérstakan hitagjafa.
Ekki er heimilt að nota tveggja (eða fleiri) hæða stíur fyrir smágrísi.
Lágmarksstærðir á stíum og básum fyrir svín:
Legurými:
Geltir og gyltur: 2.0x0.65 m
Slátursvín saman í stíu: 20-50 kg 0.2-0.4 m2/dýr
(stighækkandi).
50-90 kg 0.4-0.6 m2/dýr
(stighækkandi)
viðbót við hver 10 kg líkamsþunga 0.025 m2/dýr
Stærð flórs:
Bás sem dýrið er bundið á: 40% af heildarstærð
Stíur með mörgum dýrum: 35% af heildarstærð
Rými við fóðurtrog (þar sem fóður liggur ekki stöðugt fyrir):
Slátursvín saman í stíu: 20-50 kg 17-23 cm/dýr
(stighækkandi).
50-90 kg 23-30 cm/dýr
(stighækkandi).
viðbót við hver 10 kg líkamsþunga: 2 cm/dýr
Fóðurbásar fyrir gyltur lausar saman í stíu:
Stærð: 1.8x0.65 m
Fóðurbás skal vera hægt að loka aftan til.
Gotstía:
Stærð:
Þar sem grísir eru færðir frá við 4 vikna aldur: 1.5x2.4 m
Þar sem grísir eru færðir frá við 6 vikna aldur: 1.8x2.4 m
Tilhleypingastía fyrir undandeldisgölt:
Stærð: 5 m2
Stærð við tilhleypingar: 7.5 m2
Sjúkrastía eða einangrunaraðstaða:
Stærð: 2.0x0.9m
Ein sjúkrastía eða einangrunaraðstaða skal vera fyrir hver 150 slátursvín, lágmarksstærð 2.0-x0.90 m.
Rimlagólf: Lágmarks- Hámarks-
rimlabreidd raufarbreidd
Steyptir rimlar. Gyltur: 10 cm 2.5 cm
Steyptir rimlar. Slátursvín: 8 cm 2 cm
Járnrimlar. Öll svín I cm I cm
6. gr.
Við vörunarkerfi.
Þar sem vélknúin loftræsting er, skal hún vera tengd viðvörunarkerfi, sem gerir viðvart þegar rafmagn fer of og ef hitastig verður of hátt eða of lágt.
Viðvörunarkerfi skal gera viðvart ef vatnsþrýstingur fer niður fyrir það sem þarf til að halda eðlilegu vatnsflæði í brynningarútbúnaði.
Á hverju svínabúi skal ávallt vera aðili sem veit hvernig bregðast skal við, fari viðvörunarkerfi í gang.
Eigandi/notandi skal hafa eftirlit með því að viðvörunarkerfið sé ávallt í lagi.
7. gr.
Eftirlit og búnaður.
Litið skal til svínanna tvisvar á dag og sérstaklega athuga ljós, fóður, vatn, loftræstingu, hitastig og rakastig. Árásargjörn svín skal fjarlægja úr hóp. Fjarlægja skal jafnharðan úr stíunum meidd, sjúk eða dauð dýr. Dauð dýr skal fjarlægja jafnóðum úr húsunum. Hræ, sem ekki eru send til rannsóknar, skulu fjarlægð og komið fyrir á tryggilegan hátt sem ekki veldur smiti eða umhverfismengun (grafin eða brennd). Allur sjálfvirkur búnaður og vélabúnaður, sem við kemur svínunum, skal vera undir daglegu eftirliti. Komi bilun í ljós, eða ef búnaðurinn vinnur ekki rétt, skal því komið strax í lag. Dragist viðgerð skal þess gætt að svínin líði ekki meðan á henni stendur.
Húsum og búnaði skal haldið hreinum og í góðu lagi. Stíur skulu vandlega hreinsaðar og sótthreinsaðar áður en nýr hópur svína er settur þar inn.
8. gr.
Starfsleyfi.
Héraðsdýralæknir skal árlega veita hverju svínabúi skriflegt starfsleyfi ef hann telur að fullnægt sé þeim skilyrðum, sem sett eru í reglugerð þessari.
Fullnægi framleiðandi ekki þeim skilyrðum, sem sett eru í þessari reglugerð, skal héraðsdýralæknir krefjast úrbóta skriflega. Héraðsdýralæknir skal gefa eiganda svínabúsins hæfilegan frest til nauðsynlegra lagfæringa og endurbóta. Afrit af fyrirmælum þessum, skal senda dýralækni svínasjúkdóma.
Telji héraðsdýralæknir, eftir að veittur frestur er liðinn, ástand búsins enn óviðunandi skal hann veita stuttan lokafrest. Hafi viðhlítandi úrbætur ekki verið gerðar, að lokafresti liðnum, skal héraðsdýralæknir tilkynna það dýralækni svínasjúkdóma og yfirdýralækni og jafnframt fellur starfsleyfi viðkomandi svínabús úr gildi.
Enginn má stunda framleiðslu á svínaafurðum til sölu á almennan markað nema hafa fullgilt starfsleyfi.
Gildistími starfsleyfis er eitt ár eða þar til næsta skoðun fer fram.
9. gr.
Heilbrigðiseftirlit og sjúkdómavarnir.
Héraðsdýralæknar skulu, eftir nánari reglum dýralæknis svínasjúkdóma og yfirdýralæknis, sinna reglubundnu heilbrigðiseftirliti og sýnatöku á svínabúum.
Óheimilt er að afhenda eða selja til lífs svín frá svínabúum, nema rannsóknir hafi lent í ljós að smitnæmir sjúkdómar séu ekki fyrir hendi, samkvæmt reglum sem yfirdýralæknir gefur út.
Héraðsdýralæknar skulu halda skýrslur um eftirlitsferðir sínar á eyðublöð sem yfirdýralæknir lætur þeim í té. Afrit of skýrslu þessari skal senda dýralækni svínasjúkdóma strax að lokinni skoðun.
Í lok hvers árs skal dýralæknir svínasjúkdóma senda yfirdýralækni yfirlit um störf sín er varða svínasjúkdóma.
Rannsókn á sýnum:
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, eða önnur rannsóknarstofa sem landbúnaðarráðuneytið samþykkir, rannsakar sýni sem tekin eru við reglubundið eftirlit á svínabúum ásamt sýnum sem tekin eru vegna gruns um sjúkdóma.
Eigendum svínabúa ber að greiða þann kostnað sem leiðir of sýnatöku og rannsóknum vegna reglubundins eftirlits samkvæmt gjaldskrá sem landbúnaðarráðuneytið samþykkir.
Meðferð sjúkdóma:
Ef upp kemur grunur um alvarlegan smitsjúkdóm skal héraðsdýralæknir þegar í stað tilkynna það dýralækni svínasjúkdóma og yfirdýralækni.
Komi upp alvarlegur smitsjúkdómur eða grunur um smitsjúkdóma, að dómi héraðsdýralæknis eða dýralæknis svínasjúkdóma, er þeim heimilt að banna þegar í stað hvern þann samgang við önnur bú eða staði sem valdið gætu dreifingu smitsjúkdóma frá búinu. Jafnframt skulu þeir hlutast til um að sjúkdómsgreiningu sé hraðað svo sem kostur er. Dýralæknir svínasjúkdóma skal, í samráði við yfirdýralækni, jafnskjótt og við verður komið, gera tillögur til landbúnaðarráðherra um nauðsynlegar ráðstafanir.
Reynist nauðsynlegt að beita lyfjagjöf, ónæmisaðgerðum eða víðtækri hreinsun og sótthreinsun í baráttu við sjúkdóm á svínabúi, skal héraðsdýralæknir hafa eftirlit með framkvæmd verksins, í samráði við dýralækni svínasjúkdóma. Eigandi/forráðamaður búsins skal leggja fram nægjanlega aðstoð, svo að verkið gangi án ónauðsynlegra tafa og láta sýni of hendi endurgjaldslaust. Búið ber allan kostnað of aðgerðum þessum.
10. gr.
Samvinna svínabús, héraðsdýralæknis og sláturhúss.
Samvinna skal vera á milli forráðamanns svínabús, héraðsdýralæknis og sláturhúss í sambandi við hið reglubundna heilbrigðiseftirlit með svínabúum og afurðum þeirra.
Forráðamaður svínabús skal halda til haga heilbrigðiskortum, niðurstöðum skráningar á sjúkdómum frá sláturhúsi, niðurstöðum rannsókna á sýnum og öðrum gögnum í sambandi við rekstur búsins. Hann skal skrá öll svín, sem tekin eru inn á búið og þau, sem tekin eru út. Sjá um að skráðir séu á heilbrigðiskortin allir þeir sjúkdómar sem upp koma, meðhöndlun sjúkdóma, tilhleypingar, upplýsingar um fóðrun o.fl. atriði sem þar koma fram. Forráðamanni svínabús ber að tilkynna héraðsdýralækni komi upp á búinu eitthvert vandamál í sambandi við heilbrigði svínanna, t.d. óeðlileg vanhöld, ófrjósemi eða ókunnur sjúkdómur.
Héraðsdýralæknir skal fara í reglubundnar eftirlitsheimsóknir á svínabúin að minnsta kosti tvisvar á ári. Hann skal fylla út sérstakar heimsóknarskýrslur eftir að hafa kannað heilbrigðisástand og aðbúnað á búinu. Hann skal annast sýnatöku eftir nánari reglum, sem dýralæknir svínasjúkdóma setur í samráði við yfirdýralækni. Veita ráðgjöf og leiðbeiningar í sambandi við heilbrigði og aðbúnað svínanna. Öllum starfandi dýralæknum ber að fylla út heilbrigðiskort við allar venjulegar sjúkdómavitjanir á búin.
Forstöðumaður sláturhúss skal sjá um að skýrslur kjötskoðunardýralæknis um sjúkdóma sem koma í ljós, eða sjúkdómseinkenni sem finnast við heilbrigðisskoðun í sláturhúsinu, séu fyrir hendi og niðurstöður sendar viðkomandi framleiðendum með öðru uppgjöri.
11. gr.
Refsiákvæði og gildistaka.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varðar refsingu skv. 13. gr. laga nr. 46/1991. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um búfjárhald nr. 46 25 mars 1991 og lögum um dýralækna nr. 77 1. október 1981 og öðlast gildi 1. September 1991.
Reglugerðin skal endurskoðuð eftir tvö ár í ljósi fenginnar reynslu og þróunar svínaræktar í nágrannalöndunum. Á næstu tveimur árum skal fara fram rannsókn á húsvist svína þar sem sérstök áhersla verður lögð á velferð þeirra. Rannsóknin skal framkvæmd of viðurkenndum aðilum og í samráði við Svínaræktarfélag Íslands. Fyrr en niðurstöður úr þeirri rannsókn liggja fyrir skal ekki setja upp innréttingar í svínabú þar sem gert er ráð fyrir að gyltur séu bundnar, hvorki í nýbyggingum eða við endurnýjun innréttinga í eldri húsum.
Ákvæði til bráðabirgða.
I.
Búum sem þegar eru starfandi og uppfylla ekki kröfur þessarar reglugerðar skal breytt til samræmis við þær. Héraðsdýralæknir skal skoða búnaðinn og áframhaldandi notkun fyrst leyfð að fenginni umsögn hans (sbr. 8. gr. ) innan tveggja ára frá gildistöku reglugerðarinnar.
II.
Séu stíur og/eða tilheyrandi aðstaða þannig að mjög erfitt eða kostnaðarsamt er að uppfylla allar kröfur þessarar reglugerðar, en eigendur óska eftir að halda starfseminni áfram, er heimilt að sækja um undanþágu frá einstökum ákvæðum hennar. Landbúnaðarráðuneytið getur vent slíka undanþágu til tveggja ára í senn að fenginni umsögn héraðsdýralæknis. Þó skulu undanþágur ekki veittar til lengri tíma en sex ára frá gildistöku reglugerðarinnar.
Landbúnaðarráðuneytið, 26. apríl 1991.
Steingrímur J. Sigfússon.
Jón Höskuldsson