Landbúnaðarráðuneyti

597/1994

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 168/1970 um heilbrigðisskoðun á sláturáfurðum. - Brottfallin

1. gr.

6. tl. 4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

6. Kjötskoðunarlæknar mega að jafnaði dag hvern ekki skoða yfir 1500 dilka eða 1000 sauðkindur fullorðnar eða 100 stórgripi, 200 svín eða 200 kálfa. Laun kjötskoðunarlækna, aðstoðarfólks við heilbrigðiseftirlit og kostnað vegna mælinga á aðskotaefnum í sláturafurðum skal greiða af gjaldi sem innheimt er af öllu innvegnu kjöti í afurðastöð og rennur í sérstakan sjóð í vörslum yfirdýralæknis. Sláturleyfishafar skulu greiða vinnu við merkingu sláturafurða.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 30 28. apríl 1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum og öðlast gildi 1. janúar 1995.

Landbúnaðarráðuneytið, 14. nóvember 1994.

F.h.r.

Guðmundur Sigþórsson.

Jón Höskuldsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica