Landbúnaðarráðuneyti

399/1987

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 168 17. ágúst 1970 um heilbrigðisskoðun sláturafurða, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

       1. tl. 1. mgr. 13. gr. orðist svo:

Afurðir sem skilyrðislaust eru hæfar til manneldis, skulu merktar með ílöngum, hringlaga stimpli með orðinu "kjötskoðun" inn í hringnum og auk þess skráningarnúmeri viðkomandi sláturhúss. Þvermál hringsins eru 41/2 og 61/2 cm, stafir sem næst 1 cm á hæð. Landbúnaðarráðherra getur ákveðið að breyta til um merkingu á afurðum þess flokks, ef um útflutning er að ræða eða önnur ástæða þykir til.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 30 28. apríl 1966 um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum og öðlast þegar gildi.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 27. ágúst 1987.

 

Jón Helgason.

Jón Höskuldsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica