Landbúnaðarráðuneyti

630/1982

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 168/1970 um heilbrigðisskoðun á sláturafurðum. - Brottfallin

1.gr.

Aftan við 3. gr., 3, lið, komi eftirfarandi setning:

"Í sláturhúsum sem hlotið hafa viðurkenningu til útflutnings afurða er bannað að slátra sjúkum gripum eða gripum sem grunur leikur á að séu haldnir smitandi sjúkdómi."

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 30, 28. apríl 1966, um meðferð, skoðun og mat á sláturafurðum og öðlast þegar gildi.

Landbúnaðarráðuneytið, 4. nóvember 1982.

Pálmi Jónsson.

Sveinbjörn Dagfinnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica