Matvælaráðuneyti

1080/2022

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Matvælastofnun getur þó í kynbótaskyni leyft sölu líflamba milli sóttvarnarsvæða ef um er að ræða lömb með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir gegn riðu. Skilyrði er að sóttvarnar­svæðið sem selt er frá sé minna sýkt af riðu en svæðið sem selt er til eða svæðin hafi jafna sjúkdóma­stöðu með tilliti til riðu.

 

2. gr.

a-liður 5. gr. reglugerðarinnar breytist og orðast svo:

Býli sauðfjárbónda er á líflambasölusvæði, sbr. 3. gr., eða uppfylli skilyrði 2. mgr. 3. gr.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 25. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 16. september 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Emilía Madeleine Heenen.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica