Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

508/2020

Reglugerð um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1081 um að koma á reglum um sértækar kröfur um þjálfun starfsfólks sem innir af hendi eftirlit með ástandi á landamæraeftirlitsstöðvum (varðandi matvæli, fóður o.fl.).

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 2/2020, frá 7. febrúar 2020, öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:

Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1081 frá 8. mars 2019 um að koma á reglum um sértækar kröfur um þjálfun starfsfólks sem innir af hendi eftirlit með ástandi á landamæraeftirlitsstöðvum. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 16, frá 12. mars 2020, bls. 207.

 

2. gr.

Matvælastofnun fer með framkvæmd og eftirlit reglugerðar þessarar.

 

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

 

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, með síðari breytingum.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og á sama tíma fellur brott reglugerð nr. 1044/2011 um eftirlit með innflutningi á dýraafurðum frá ríkjum utan EES.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. maí 2020.

 

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Iðunn Guðjónsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica