Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

401/2014

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 520/2009 um ungbarnablöndur og stoðblöndur.

1. gr.

a. 3. mgr. 4. gr. verður svohljóðandi:

Fyrir ungbarnablöndur sem framleiddar eru úr kúamjólkur- eða geitamjólkurpróteinum, sbr. lið 2.1 í viðauka I, og með próteininnihald sem er á milli lágmarksgildis og 0,5 g/100 kJ (2 g/100 kkal) skal unnt að sýna fram á með niðurstöðum vísindalegra rannsókna, sem framkvæmdar eru í samræmi við almennt viðurkenndar leiðbeiningar sérfræðinga varðandi tilhögun og framkvæmd slíkra rannsókna, að ungbarnablandan henti til sér­stakra næringarlegra nota handa ungbörnum.

b. Á eftir 4. mgr. 4. gr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:

Fyrir stoðblöndur sem framleiddar eru úr vatnsrofsmyndefnum próteina, sbr. lið 2.2 í viðauka I, og með próteininnihald milli lágmarksgildis og 0,56 g/100 kJ (2,25 g/100 kkal) skal unnt að sýna fram á, með niðurstöðum vísindalegra rannsókna, sem framkvæmdar eru í samræmi við almennt viðurkenndar leiðbeiningar sérfræðinga varðandi tilhögun og framkvæmd slíkra rannsókna, að stoðblandan henti til sérstakra næringarlegra nota handa ungbörnum og þær skulu jafnframt uppfylla þau skilyrði sem sett eru í VI. við­auka.

2. gr.

Ákvæðum viðauka I er breytt sem hér segir:

a. Fyrirsögn liðar 2.1 orðast svo:

Ungbarnablanda framleidd úr kúamjólkur- eða geitamjólkurpróteinum.

b. Fyrirsögn liðar 2.3 orðast svo:

Ungbarnablanda framleidd úr sojapróteinum eingöngu eða blöndu af sojapróteinum og kúamjólkur- eða geitamjólkurpróteinum.

c. Fyrirsögn liðar 10.1 orðast svo:

Ungbarnablanda framleidd úr kúamjólkur- eða geitamjólkurpróteinum eða vatnsrofnum próteinum.

d. Fyrirsögn liðar 10.2 orðast svo:

Ungbarnablanda framleidd úr einangruðum sojapróteinum eða blöndu af einangruðum sojapróteinum og kúamjólkur- eða geitamjólkurpróteinum.

3. gr.

Ákvæðum viðauka II er breytt sem hér segir:

a. Fyrirsögn liðar 2.1 orðast svo:

Stoðblanda framleidd úr kúamjólkur- eða geitamjólkurpróteinum.

b. 1. mgr. liðar 2.1 verður svohljóðandi:

Lágmark

Hámark

0,45 g/100 kJ

0,8 g/100 kJ

(1,8 g/100 kkal)

(3,5 g/100 kkal)

c. Fyrirsögn liðar 2.3 orðast svo:

Stoðblanda framleidd úr einangruðum sojapróteinum eða blöndu af sojapróteinum og kúa­mjólkur- eða geitamjólkurpróteinum.

d. Fyrirsögn liðar 8.1 orðast svo:

Stoðblanda framleidd úr kúamjólkur- eða geitamjólkurpróteinum eða vatnsrofnum pró­teinum.

e. Fyrirsögn liðar 8.2 orðast svo:

Stoðblanda framleidd úr einangruðum sojapróteinum eða blöndu af sojapróteinum og kúamjólkur- eða geitamjólkurpróteinum.

4. gr.

Fyrirsögn viðauka VI verður:

Viðmiðanir fyrir próteininnihald og -gjafa og vinnslu próteina til framleiðslu ungbarna­blandna og stoðblandna sem innihalda minna en 0,56 g/100 kJ (2,25 g/100 kkal) af próteini og eru framleiddar úr vantsrofsmyndefnum mysupróteina úr kúamjólk.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breyt­ingum, til innleiðingar á tilskipun nr. 2013/46/ESB um breytingu á tilskipun 2006/141/EB að því er varðar kröfur um prótein í ungbarnablöndum og stoðblöndum, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 10/2014, frá 15. febrúar 2014. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. apríl 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Halldór Runólfsson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica