Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

404/2014

Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 978/2011 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í XII. kafla II. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameigin­legu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:

 1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 25/2013 frá 16. janúar 2013 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 og á viðaukanum við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2012 að því er varðar aukefnið kalíumdíasetat. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 187/2013, frá 9. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 64, frá 14. nóvember 2013, bls. 252.
 2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 244/2013 frá 19. mars 2013 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á þríkalsíumfosfati (E 341 (iii)) í næringar­efna­blöndur sem eru ætlaðar til notkunar í matvæli fyrir ungbörn og smábörn. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 188/2013, frá 9. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 64, frá 14. nóvember 2013, bls. 116.
 3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 256/2013 frá 20. mars 2013 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á natríumaskorbati (E 301) í D-vítamínblöndur sem eru ætlaðar til notkunar í matvæli fyrir ungbörn og smábörn. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 188/2013, frá 9. nóvember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 64, frá 14. nóvember 2013, bls. 118.
 4. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 438/2013 frá 13. maí 2013 um breytingu og leiðréttingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun tiltekinna matvælaaukefna. Reglu­gerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 222/2013, frá 14. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4, frá 23. janúar 2014, bls. 217.
 5. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 509/2013 frá 3. júní 2013 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun nokkurra aukefna í tiltekna áfenga drykki. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 222/2013, frá 14. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4, frá 23. janúar 2014, bls. 223.
 6. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 510/2013 frá 3. júní 2013 um breytingu á I., II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á járnoxíðum og járnhýdroxíðum (E 172), hýdroxýprópýlmetýlsellulósa (E 464) og pólýsorbötum (E 432-436) til að merkja tiltekin aldin. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 222/2013, frá 14. desember 2013. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4, frá 23. janúar 2014, bls. 227.
 7. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 723/2013 frá 26. júlí 2013 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á rósmarínkjarna (E 392) í tilteknar fitulitlar kjöt- og fiskafurðir. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 13/2014, frá 15. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 27. febrúar 2014, bls. 127.
 8. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 738/2013 frá 30. júlí 2013 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun tiltekinna aukefna í fiskhrognahliðstæður að stofni til úr þangi og þara. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 13/2014, frá 15. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 27. febrúar 2014, bls. 118.
 9. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 739/2013 frá 30. júlí 2013 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á plöntusterólum, sem eru auðug af stigmasteróli, sem bindiefni í áfeng hanastél, sem eru tilbúin til frystingar, og viðaukanum við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2012 að því er varðar nákvæmar skilgreiningar á plöntusterólum, sem eru auðug af stigmasteróli, sem matvælaaukefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 13/2014, frá 15. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 27. febrúar 2014, bls. 113.
 10. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 816/2013 frá 28. ágúst 2013 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á hlutlausri metakrýlatsamfjölliðu og mínus­hlaðinni metakrýlatsamfjölliðu í fæðubótarefni í föstu formi og á viðaukanum við reglu­gerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2012 að því er varðar nákvæmar skilgreiningar fyrir basíska metakrýlatsamfjölliðu (E 1205), hlutlausa metakrýlatsamfjölliðu og mínushlaðna metakrýlat­samfjölliðu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 11/2013 frá 15. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 12, frá 27. febrúar 2014, bls. 107.
 11. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 817/2013 frá 28. ágúst 2013 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 og viðaukanum við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 231/2012 að því er varðar arabískt gúmmí sem er umbreytt með oktenýlrafsýru. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2014, frá 9. apríl 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 10. apríl 2014, bls. 175.
 12. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 818/2013 frá 28. ágúst 2013 um breytingu á III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á súkrósaesterum af fitusýrum (E 473) í bragðefni fyrir tæra, bragðbætta drykki sem eru að stofni til úr vatni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 38/2014, frá 9. apríl 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23, frá 10. apríl 2014, bls. 173.
 13. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 913/2013 frá 23. september 2013 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun sætuefna í tiltekið smurálegg úr aldinum eða grænmeti. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 6/2014, frá 15. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 27. febrúar 2014, bls. 29.
 14. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1068/2013 frá 30. október 2013 um breytingu á II. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1333/2008 að því er varðar notkun á dífosfötum (E 450), trífosfötum (E 451) og fjölfosfötum (E 452) í votsaltaðan fisk. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 12/2014, frá 15. febrúar 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 12, frá 27. febrúar 2014, bls. 312.

2. gr.

Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar vegna matvælaeftirlits sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

3. gr.

Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a - 30. gr. e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

5. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 29. apríl 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Halldór Runólfsson.

Eggert Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica