Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

549/2012

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. - Brottfallin

1. gr.

Við 10. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Þrátt fyrir ákvæði 4. mgr. 4. gr. er farþegum frá Grænlandi heimilt að koma með allt að 10 kg af villibráð í farangri til landsins til einkaneyslu án skoðunar á landamærastöð, að fengnu leyfi skv. 4. gr. Þá er farþegum frá Færeyjum heimilt að koma með allt að 10 kg af kjöti og kjötafurðum í farangri til landsins til einkaneyslu án skoðunar á landamæra­stöð, að fengnu leyfi skv. 4. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993, með síðari breytingum.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 25. júní 2012.

F. h. r.

Sigurgeir Þorgeirsson.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica