1. gr.
Við reglugerðina bætist nýtt ákvæði 5. gr. a. svohljóðandi:
5. gr. a.
Óveruleg, staðbundin og takmörkuð starfsemi.
Afhending smásölufyrirtækis á matvælum úr dýraríkinu til annarra smásölufyrirtækja eða starfsstöðva telst óveruleg, staðbundin og takmörkuð í skilningi ii. liðar b-liðar, 5. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 853/2004 ef öll eftirfarandi atriði eru uppfyllt:
Smásölufyrirtæki sem hyggst nýta sér heimild skv. 1. mgr. skal, ef eftirlitsaðili fer fram á slíkt, leggja fram gögn sem sýna fram á að afhending þess sé óveruleg, staðbundin og takmörkuð í skilningi 1. mgr. Smásölufyrirtækið skal geyma gögn þessa efnis í að minnsta kosti tvö ár.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum og öðlast gildi við birtingu.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 3. júlí 2012.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.