Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

618/2012

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 246/2008 um vigtun og skráningu meðafla við veiðar á uppsjávarfiski, með síðari breytingum. - Brottfallin

1. gr.

Við 3. gr. bætist ný mgr. sem orðast svo:

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er vigtunarleyfishafa sem tekur á móti uppsjávarfiski til vinnslu heimilt að taka sýni úr afla. Sýni skal tekið úr fyrstu 10 tonnum farms sem landað er, þá skal sýni tekið úr hverjum 30 tonnum sem landað er í kjölfarið. Hvert sýni skal vega um það bil 30 kg og skal það valið af handahófi áður en afli er stærðarflokkaður. Hvert sýni skal vegið til að ákvarða heildarþunga hvers sýnis. Starfsmenn vigtunarleyfishafa skulu tegundaflokka meðafla, telja fiska af kvótabundnum meðaflategundum og vigta magn hverrar tegundar í hverju sýni. Magn meðafla í hverri tegund uppsjávarfisks skal síðan uppreiknað með tilliti til heildarafla hverrar löndunar og skal sá meðafli skráður til afla viðkomandi fiskiskips í aflaskráningarkerfi Fiskistofu. Á vigtarnótu skulu ennfremur koma fram upplýsingar um afdrif hverrar tegundar til vinnslu eða bræðslu. Aðrar tegundir sem flokkast frá við stærðarflokkun afla skulu teknar frá og flokkaðar og vigtaðar sérstaklega.

2. gr.

Við framkvæmd sýnatöku skulu aðferðir og búnaður samræmd milli vinnslustöðva í samráði við Fiskistofu og skulu allar niðurstöður skráðar á sérstök eyðublöð sem skulu varðveitt í a.m.k. tvö ár.

3. gr.

Reglugerð þessi er gefin út samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu, 13. júlí 2012.

F. h. r.

Jóhann Guðmundsson.

Kristján Freyr Helgason.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica